Skólanefnd

5. fundur 22. nóvember 2010

 

5. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps haldinn í Álfaborg 27. sept. 2010 kl. 17:30.

Til umfjöllunar voru málefni leikskólans Álfaborgar.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Telma Þorleifsdóttir, Ragna Erlingsdóttir, Helga Þórsdóttir, Jón Hrói og Linda Stefánsdóttir.

Dagskrá / Umræðuefni

1. Kanadaferð
Ragna skýrði frá að almenn þátttaka yrði í ferðina. Ferðin er styrkt af starfsmennta­sjóðum sveitarfélaga. Starfs- og námskeiðsdögum verður sleppt í vetur og þá vantar 2 daga inn í skóladagatalið en loka þarf leikskólanum í þá fimm daga sem ferðin stendur. Ragna velti því upp hvernig ætti að koma á móts við foreldrana. Einnig hvernig ætti að brúa bilið varðandi starfsfólk og foreldra t.d. með því að hafa þessa 2 daga gjaldfría og starfsfólk verði launalaust eða stytta sumarlokunina um þessa daga en lokunin yrði þá 22 dagar. Samþykkt að stytta sumarlokunina um tvo daga og hún hefjist 6. júlí.

2. Skóladagatal
Ragna lagði fram drög að skóladagatali. Dagatalið var samþykkt með breytingum skv. 1.lið.

3. Auglýstar stöður
Ragna skýrði frá að auglýst hefði verið eftir starfsmanni í afleysingastöðu og eftir starfskrafti í hlutastöðu við ræstingar. Ein umsókn barst um afleysingastöðuna, frá Þórdísi Jóhannsdóttir og var hún ráðin. Í ræstinguna var Aðalsteinn Pétur Bjarkason ráðinn tímabundið til 19. nóvember og frá þeim tíma Jóna Valdís Reynisdóttir. Rögnu og Jóni Hróa falið að ganga frá samningum við þau.

4. Grænfáninn
Ragna sagði frá að Grænfánann hefði verið dreginn að hún 8. september s.l., í annað sinn.

5. Nemar frá HA
Þessa viku eru fjórir 2. árs nemar frá HA í kynningu í leikskólanum.

6. Námskeið
Um síðustu helgi var námskeið um samskipti leik- og grunnskólabarna. Í þessari viku sækja þrír starfsmenn 3ja daga námskeið í skyndihjálp m.a. vegna löggildingar. Í október er námskeið um einelti.
Einnig var rætt um brunavarnir, aðgerðaáætlanir og rýmingaráætlanir. Bréf hefur borist frá Slökkviliðinu þar sem skólinn flokkast undir fyrirmyndar leikskóla.

7. Foreldraráð
Ragna sagði að leikskólum af ákv. stærðargráðu væri skylt að hafa foreldraráð. Ákveðið að vísa þessu til haustfundar Foreldrafélagsins.

8. Heimsóknir
Stjórn Félags leikskólakennara kom í heimsókn 9. september. Stjórnin lýsti ánægju sinni meða allan aðbúnað í Álfaborg. Sama dag komu starfsmenn Leikskólans Króks í Grindavík.

9. Lagt fram til kynningar

a) Ráðning í stöður stjórnenda og kennara í leikskólum án auglýsinga.
Erindi frá Félagi leikskólakennara, dags. 15. júní 2010, þar sem lýst er þeirri skoðun félagsins að allar stöður á starfssviði FL beri að auglýsa.

b) Bréf frá menntamálaráðherra.
Borist hefur bréf frá menntamálaráðherra, dags. 3. september 2010, sem ber yfirskriftina „Byggjum á bjartsýni og hlúum að velferð og vellíðan í skólum“.

c) Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum.
Borist hefur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum, dags. 1. September 2010 ásamt leiðbeiningum og handbók um slíka stefnumótun.

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin og samþykkt.

 

 

Fundi slitið kl: 19:45