Skólanefnd

10. fundur 30. maí 2011

Fundargerð
10. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, mánudaginn 30. maí 2011 kl. 17:45.

Fundinn sátu: Eiríkur Hauksson, Telma B. Þorleifsdóttir, Þóra Hjaltadóttir, Einar már Sigurðarson, Arndís Sigurpálsdóttir og Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar

Dagskrá:

1. 1105036 - Ráðning skólastjóra við Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar.
Tvær umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Svalbarðsstrandar. Báðir umsækjendur voru metnir hæfir til að sinna stöðunni og voru boðaðir til viðtals hjá skólanefnd. Að afloknum viðtölum dró annar þeirra umsókn sína til baka.
Skólanefnd leggur til að gengið verði til samninga við núverandi skólastjóra.

F.h. skólanefndar Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar:
Eiríkur H. Hauksson (sign.)
Þóra Hjaltadóttir (sign.)
Telma Brim. (sign.)

2. 1105037 - Skóladagatal Valsárskóla 2011-2012.
Lögð fram drög að skóladagatali Valsárskóla fyrir næsta skólaár. Skólastjóri kynnir helstu atriði þess.
Eftir umræður samþykkti skólanefndin framkomnar tillögur.

3. 1105038 - Tillögur að breytingum á fyrirkomulagi félagsstarfs fyrir börn og unglinga.
Skólastjóri Valsárskóla gerir að tillögu sinni að félagsstarf fyrir börn og unglinga verði aftur fellt undir Valsárskóla.
Einar fór yfir tillögurnar, ástæður þeirra og hagræði af þeim. Félagsstarfið er samþætt skólastarfinu enda sömu aðilar á báðum stöðum.
Skólanefnd leggur til að þessu formi á félagsstarfinu verði komið á.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40