Skólanefnd

14. fundur 09. febrúar 2012

Fundargerð
14. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, fimmtudaginn 9. febrúar 2012 kl. 16:00.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson Formaður, Þóra Hjaltadóttir Ritari, Elísabet Ásgrímsdóttir Varaformaður, Einar Már Sigurðarson Embættismaður, Starri Heiðmarsson Áheyrnarfulltrúi, Helga Stefanía Þórsdóttir Áheyrnarfulltrúi, Ragna Erlingsdóttir Embættismaður, Helgi Viðar Tryggvason Áheyrnarfulltrúi og Jón Hrói Finnsson Embættismaður.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.

Helga S. Þórsdóttir, Linda Stefánsdóttir og Ragna Erlingsdóttir sátu liði 1-2 sem áheyrnarfulltrúar. Einar Már Sigurðarson, Helgi Viðar Tryggvason og Starri Heiðmarsson sátu liði 2-6 sem áheyrnarfulltrúar.

Dagskrá:

1. 1202003 - Umsóknir um stöðu leikskólakennara
Borist hafa fjórar umsóknir um starf leikskólakennara á leikskólanum Álfaborg. Enginn umsækjenda hefur lokið ráttindanámi sem leikskólakennari, en einn stefnir á að ljúka því í vor.
Þar sem ekki barst umsókn frá einstaklingi með réttindi, leggur skólanefnd til að auglýsingin verði ítrekuð um mánaðarmótin apríl-maí. Skólastjóra er falið að brúa bilið fram að sumarfríi.

2. 1112003 - Skólastefna Svalbarðsstrandarhrepps
Fyrir liggur tillaga sveitarstjóra og skólastjórnenda að verklagi við mótun skólastefnu í sveitarfélaginu sbr. bókun nefndarinnar frá 13. fundi hennar þann 1. desember 2011.
Skólanefnd er fyrir sitt leyti, sammála framlagðri tillögu að verklagi.

3. 1201019 - Dagsetning samræmdra könnunarprófa 2012
Í bréfi frá 13. janúar 2012 tilkynna Stefán Baldursson og Margrét Harðardóttir, fyrir hönd menntamálaráðherra, um dagsetningar og fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk í grunnskólum árið 2012.
Lagt fram til kynningar.

4. 1202005 - Skóladagatal Valsárskóla 2012-2013
Fyrri umræða um skóladagatal Valsárskóla fyrir árið 2012-2013.
Skólastjóri lagði fram tillögu að skóladagatali skólaársins 2012-2013 og kynnti hana.

5. 1111028 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2012
Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps í skólamálum fyrir árið 2012 lögð fram til kynningar.
Jón Hrói lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun ársins 2012 vegna skólanna. Skólanefndin felur skólastjóra og sveitarstjóra að leggja fram á næsta fundi áætlun varðandi skólaakstur á næsta skólaári.

6. 1202006 - Nýjungar í skólastarfi Valsárskóla
Tekið á dagskrá með samþykki nefndarmanna. Einar Már fór yfir nýjungar í skólastarfinu. Skólinn hefur verið samþykktur sem aðili að "Heilsueflandi grunnskóla" hjá Landlæknisembættinu. Gerður hefur verið samningur við Skólapúlsinn um innra mat.
Fyrir liggur tilboð frá skólaþróunardeild Háskólans á Akureyri að vera matsaðili sveitarfélagsins í tilraunaverkefni um ytra mat. Skólanefnd mælir með að tilboðinu verði tekið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.