Skólanefnd

16. fundur 01. júní 2012

Fundargerð
16. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, föstudaginn 1. júní 2012 kl. 15:00.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Einar Már Sigurðarson skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi, Svala Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.

Dagskrá:

1. 1202005 - Skóladagatal Valsárskóla 2012-2013
Lögð fram drög að skóladagatali Valsárskóla fyrir skólaárið 2012-2013.
Skóladagatalið fyrir næsta skólaár er með svipuðu sniði og var á síðasta ári. Skólastjóri kynnti reglugerð um fjölda kennsludaga sem skulu vera 180 dagar og þar af að hámarki 10 skertir dagar.
Eftir umræður samþykkti skólanefndin framkomnar tillögur.

2. 1205016 - Ráðningar í Valsárskóla fyrir skólaárið 2012-2013
Auglýst hefur verið eftir kennurum í afleysingar fyrir Helgu Magneu Steinsson, sem fer í 50% námsleyfi næsta skólaár og fyrir Eddu Línberg Kristjánsdóttur sem hefur óskað eftir launalausu leyfi.
Einar Már fór yfir umsóknirnar sem borist hafa. Skólanefdin samþykkir að ráða Guðfinnu Steingrímsdóttur og Hörpu Helgadóttur í að lágmarki 75% stöðu hvora.

3. 1205017 - Starfsemi Valsárskóla skólaárið 2012-2013
Skólastjóri fór yfir helstu atriði varðandi starfsemi Valsárskóla á komandi skólaári.

Jón Hrói vék af fundi meðan málefni stuðningsfulltrúa voru rædd.

Einar Már sagði frá áætluðum nemendafjölda næsta skólaár, 3 koma úr Leikskólanum Álfaborg og 1 að auki. Fjölgun verður um 1 nemanda í 4ða bekk og 1 í 7da bekk. Þrír nemendur munu flytja burtu þannig að heildarfjölgun verður um 1 eða úr 44 í 45.
Rætt um félagsstarfið næsta vetur og hvort hægt væri að fá samstarf við nágrannaskólana.
Stöðuhlutfall húsvarðar mun lækka úr 50% í 25%.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.34 .