Skólanefnd

15. fundur 16. apríl 2012

Fundargerð
15. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 16. apríl 2012 kl. 18:00.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Elísabet Ásgrímsdóttir aðalmaður, Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri, Helga Kvam skólastjóri, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri, Linda Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi og Helga Stefanía Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.

Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar sat fundinn undir umræðum um 1. lið.

Ragna Erlingsdóttir skólastjóri Álfaborgar, Helga S. Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna og Linda Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna sátu fundinn undir umræðum um liði 2-4 í fundargerðinni.

Dagskrá:

1. 1204005 - Mönnun í Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar veturinn 2012-2013
Tónlistarkennari við Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar hefur nú verið ráðinn tímabundið til eins árs í tvígang. Hann ætti því rétt á fastráðningu yrði ráðning hans framlengd. Samkvæmt reglum sveitarfélagsins þarf að auglýsa allar fastar stöður.
Helga Kvam skólastjóri, lagði fram uppkast að auglýsingu þar sem lögð er áhersla á að leitað er eftir metnaðarfullum, sjálfstæðum og skapandi tónlistarkennara sem getur kennt á gítar og æskilegt að viðkomandi geti kennt á fleiri hljóðfæri.

2. 1102016 - Innritunarreglur leikskóla
Jón Hrói sveitastjóri lagði fram tillögu að ítarlegum reglum sem er ætlað taka af vafa um forgang við innritun, fyrirkomulag leikskóladvalar o.fl.
Tillögurnar voru ræddar og Jóni Hróa og Rögnu falið að setja niður breytingartillögur nefndarinnar, ásamt að samræma reglurnar, Dvalarsamninginn og Foreldrahandbókina . Tillögurnar verði síðan lagðar fyrir nefndina til endanlegrar samþykktar.

Helga Þórsdóttir yfirgaf fundinn.

3. 1204006 - Uppsögn deildarstjórastöðu
Helga Þórsdóttir hefur óskað eftir að láta af skyldum sínum sem deildarstjóri í Leikskólanum Álfaborg. Hún óskar þó að halda áfram að starfa á Álfaborg sem leikskólakennari.
Samþykkt að Helga starfi áfram sem leikskólakennari og ennfremur að auglýst verði eftir deildarstjóra í 100% stöðu.

Helga Þórsdóttir kom aftur til fundar. Jón Hrói Finnsson yfirgaf fundinn.

4. 1204004 - Inntaka barna og mönnun í Álfaborg
Nokkur fjölgun barna er fyrirsjáanleg í leikskólanum á næstu vikum og mánuðum.
Ragna fór yfir fjölgun barna á næstu vikum og stöðuna miðað við barngildi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30.