Skólanefnd

17. fundur 26. júlí 2012

Fundargerð

17. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar, þriðjudaginn 26. júní 2012 kl. 15:00.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans (15:00-16:00), Ragna Erlingsdóttir leikskólastjóri, Helga Stefanía Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna og Jóna Valdís Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi (frá kl. 16:00).

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir , ritari skólanefndar.

Áheyrnarfulltrúar í málefnum leikskólans Álfaborgar mættu á fundinn kl. 16.00.

Dagskrá:

1. 1204005 - Mönnun í Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar veturinn 2012-2013
Tvær umsóknir bárust um stöðu tólistarkennara við Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar veturinn 2012-2013. Skólastjóri fór yfir umsóknir og gerði tillögu um að hætt verði við ráðningu samkvæmt auglýsingu, þar sem skráðum nemendum hefur fækkað. Skólastjóri lagði til að ráðinn verði stundakennari í samræmi við aðsókn að skólanum.

2. 1206017 - Skóladagatal Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar 2012-2013
Skólastjóri Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar fór yfir drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2012-2013. Gert er ráð fyrir 170 nemendadögum og 5 starfsdögum eða samtals 35 starfsvikur.

3. 1206015 - Staða deildarstjóra í Álfaborg
Alls bárus fimm umsóknir um stöðu við Leikskólanum Álfaborg. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti, samkvæmt tillögu Leikskólastjóra, að ráða Bryndísi Hafþórsdóttur í stöðu deildarstjóra.

4. 1206016 - Skóladagatal Álfaborgar 2012-2013
Leikskólastjóri kynnti drög að skóladagatali Álfaborgar fyrir skólaárið 2012-2013. Rætt var um fyrirkomulag starfsmannafunda. Samþykkt að breyta tímasetningu þeirra til reynslu, þannig að þeir verði frá kl. 12:00 til kl.16:00, í febrúar og maí á árinu 2013 og að stefnt að þeir verði sömu daga og í Grunnskólanum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 .