Skólanefnd

24. fundur 01. júlí 2013

Fundargerð
24. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, mánudaginn 1. júlí 2013 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Þóra Hjaltadóttir ritari og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri..

Dagskrá:

1. 1303022 - Trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarmálabók skólanefndar.

2. 1306023 - Ósk um lækkun starfshlutfalls
Í bréfi frá 19. júní gefur Helga Magnea Steinsson nánari skýringar á óskum sínum um lækkun starfshlutfalls í kjölfar höfnunar á ósk hennar um launalaust leyfi í 50% stöðu. Jafnframt liggja fyrir svör lögfræðings kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga við spurningum sveitarstjóra og sveitarstjórnar varðandi ósk hennar.
Skólanefnd hafnar ósk Helgu um lækkun starfshlutfalls, þar sem sýnt þykir að hún muni ekki snúa aftur til starfa við Valsárskóla að námsleyfi loknu. Lögð fram tillaga að svarbréfi. Samþykkt með minniháttar viðbótum.

3. 1306020 - Uppsögn stöðu skólastjóra
Einar Már Sigurðarson, skólastjóri Valsárskóla, hefur sagt stöðu sinni lausri. Samið hefur verið við Capacent um ráðningu í stöðuna og hún auglýst með umsóknarfresti til 8. júlí. Einar Óskar eftir að fá að láta af störfum þann 31. júlí, þrátt fyrir að ákvæði um uppsagnarfrest í kjara- og ráðningarsamningi kveði á um lengri uppsagnarfrest.
Skólanefnd harmar uppsögn Einars Más, en leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á óskir hans um starfslok að því gefnu að tekist hafi að ráða í stöðuna á þeim tíma.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.