Skólanefnd

25. fundur 22. júlí 2013
Fundargerð

25. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 22. júlí 2013 kl. 16:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Stefán H. Björgvinsson varamaður, Svala Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi og Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Eiríkur H. Hauksson, formaður skólanefndar.

Dagskrá:

1. 1307007 - Umsóknir um stöðu skólastjóra Valsárskóla
Þrjár umsóknir bárust um stöðu skólastjóra í Valsárskóla. Umsækjendur eru Inga Sigrún Atladóttir, Jóhanna Kristín Snævarsdóttir og Marý Linda Jóhannsdóttir. Fyrir fundinum lá mat Helgu Jónsdóttur, ráðgjafa hjá Capacent á umsækjendum um stöðu skólastjóra Valsárskóla.
Skólanefnd er sammála mati Capacents og leggur því til við sveitarstjórn að gengið verði til viðræðna við Ingu Sigrúnu Atladóttur.

2. 1303022 - Trúnaðarmál
Í kjölfar ákvörðunar sveitarstjórnar á 50. fundi hennar þann 9. júlí, um að fella úr gildi fyrri ákvörðun um höfnun umsóknar um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, var leitað til Ingibjargar Auðunsdóttur um álit vegna málsins. Í áliti hennar færir hún rök fyrir því að rétt sé í þessari stöðu að sveitarfélagið greiði fyrir barnið í skóla inn á Akureyri.
Skólanefnd telur að í þessu áliti sérfræðings í skólamálum séu rökin nægjanleg svo hægt sé að verða við þessari ósk um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Því leggur skólanefnd til við sveitarstjórn að þessi umsókn verði samþykkt.

3. 1304002 - Umsókn um starf leikskólakennara
Þessum lið var frestað vegna veikinda skólastjóra.

4. 1307012 - Umsóknir um stöðu sérkennara og námsráðgjafa við Valsárskóla
Sjö umsóknir bárust en enginn aðili uppfyllti öll skilyrði auglýsingarinnar.
Skólastjóri hafði raðað umsækjendum í röð miðað við sitt mat og er skólanefnd sammála þeirri röð er skólastjóri leggur til. Harpa Helgadóttir er hins vegar ennþá í fæðingarorlofi og því þarf að leysa þessa stöðu tímabundið með afleysingu og var skólastjóra og formanni skólanefndar falið að ganga í það strax. Fáist ekki tímabundin afleysing leggur nefndin til að aðili númer tvö í röðinni verði ráðin í staðinn fyrir Hörpu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.05.