Skólanefnd

28. fundur 09. desember 2013

Fundargerð
28. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 9. desember 2013 kl. 17:30.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir varaformaður, Þóra Hjaltadóttir ritari, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri, Arndís Sigurpálsdóttir áheyrnarfulltrúi, Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi, Bryndís Hafþórsdóttir skólastjóri, Jóna Valdís Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi, Gísli Arnarson áheyrnarfulltrúi og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Þóra Hjaltadóttir, ritari skólanefndar.

Áheyrnarfulltrúar í málefnum Álfaborgar sátu fundinn á meðan farið var yfir fjárhagsáætlun (liður 1).

Dagskrá:

1. 1311011 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - skólamál
Umræður um þann hluta fjárhagsáætlunar Svalbarðsstrandarhrepps sem snýr að skólamálum.
Jón Hrói kynnti drög að fjárhagsáætlun;
a) fyrir Leikskólann Álfaborg
b) fyrir Valsárskóla
Umræður voru um ýmsa liði áætlananna. Fram kom að launaliðir eru ekki endanlegir. Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla leggur til að fjárveiting til bókasafnsins verði hækkuð um kr. 350.000 til að uppfæra bókaúrval safnsins og hækkun á framlagi til kaffistofunnar um kr. 100.000. Kostnaðinum verði mætt með lækkun annara liða. Skólanefnd mælir með að orðið verði við þessum óskum skólastjóra. Einnig var rætt um liðinn Námskeiðs- og skólagjöld en þörf er á að senda kennara á HAM námskeið ef slíkt verður haldið á árinu 2014.
Einnig var lagður fram listi yfir viðhaldsþörf á húsnæði skólans.

2. 1312010 - Hugmyndir um skólastarf í Valsárskóla 2014-2015
Skólastjóri kynnti hugmyndir um að gera tilraun með skipulag skólastarfs í samræmi við gr. 2.1.6.3 í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ fyrir hönd Félags Grunnskólakennara. Greinin felur í sér heimild til að gera samkomulag um breytingar á vinnutímafyrirkomulagi, þannig að öll vinnuskylda kennara fari fram á tímabilinu kl. 8:00 til kl. 17:00.
Slíkt samkomulag fæli í sér hækkun á launum kennara, en á móti kemur að ekki þarf að greiða fyrir afleysingu og fastir yfirvinnutímar kennara falla út. Samþykkt að skoða þessa leið betur og að skólastjóri kynni þetta fyrir kennurum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.