Skólanefnd

1. fundur 30. júlí 2014

1. fundur skólanefndar 2014-2018

Skólanefndarfundur haldinn í Valsárskóla 30.7. 2014 kl 16:00

Mættir eru Þóra Hjaltadóttir, Elísabet Inga Ásgrimsdóttir, Sigurður Halldórsson,

Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

 

1. Nefndin skiptir með sér störfum.

Samþykkt að Elísabet Inga Ásgrímsdóttir verði ritari og Sigurður Halldórsson varaformaður.

 

2. Ráðning starfsmanna í Valsárskóla.

Skólastjóri leggur til að Bjarney Vala Steingrímsdóttir verði ráðin í 65 prósent starf við ræstingar og Dagbjört Katrín Jónsdóttir í 30 prósent starf sem umsjónarmaður við félagsstarf unglinga.

Nefndin fór yfir umsóknir og gerði ekki athugasemdir við tillögurnar.

 

3. Innleiðing aðalnámskrár.

Inga kynnti stuttlega hvernig staðan er frá liðnu ári, hún mun leggja fram gögn á næsta fundi.

 

Fundi slitið 16:38