Skólanefnd

6. fundur 08. desember 2014

6. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í nýja ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 2. nóv. 2014 kl. 15:15.

Mættir voru Þóra Hjaltadóttir formaður, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir ritari, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Valtýr Hreiðarsson oddviti, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Hrafndís Bára Einarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólans, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri Álfaborgar, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra.

Fundargerð ritaði: Elísabet Ásgrímsdóttir

Dagskrá:

Almenn mál

1.

1407063 Valsárskóli.

 

a) Reynslan af nýju kennslufyrirkomulagi haustið 2014

b) Umræða um fjárhagsáætlun 2015

c) 1407060 Afsláttarkjör í skólavistun – Erindi frá Elínu Ingvarsdóttur

a) Inga Sigrún skýrði frá reynslunni af nýja kennslufyrirkomulaginu sem hefur gefist vel, bættur námsárangur og færni nemenda greinanleg. Nánari skýrsla verður lögð fram á næsta fundi.

 

b) Almenn umræða um fjárhagsáætlun.

Rætt um laun og launaliði, hvar hægt er að gera betur.

Mælt með að greina innkaup skólaeldhúss og kanna kostnað og möguleika á framkvæmd skólamáltíða til framtíðar litið.

Nefndin leggur til við sveitastjórn að gert verði útboð á skólaakstri vorið 2015, vegna skólaársins 2015-16.

Nefndin mælir með að skólaeldhús verði endurnýjað og skipt upp í framreiðslu- og kennslueldhús.

Gera þarf við steypuskemmdir á íþróttamannvirki.

Nefndin felur skólastjóra og sveitastjóra að ganga frá fjárhagsáætluninni í samræmi við umræður á fundinum.

 

c) Skólanefnd mælir með að sveitastjórn afgreiði erindið frá Elínu Ingvarsdóttur á jákvæðan hátt.

2. 1407061 Leikskólinn Álfaborg.

Umræða um fjárhagsáætlun 2015

Almenn umræða um fjárhagsáætlun.
Launaliðir og yfirvinna rædd sérstaklega.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi listi yfir viðhald á húsnæði leikskólans verði skoðaður sérstaklega og nauðsynlegar endurbætur verði gerðar sem fyrst. Einnig verði leikskólalóð og leiktæki tekin til skoðunar.

Ársskýrsla Álfaborgar 2013 – 14 lögð fram og nefndin samþykkir hana fyrir sitt leyti.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að fela skólastjórum leik- og grunnskóla, ásamt sveitarstjóra að kanna möguleika á þjónustu talmeinafræðings fyrir skólana.

 

3. 1407062 Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar.

Umræða um fjárhagsáætlun 2015

Almenn umræða um fjárhagsáætlun.

Nefndin felur sveitastjóra og skólastjóra að ganga frá tillögum að fjárhagsáætlun samkvæmt umræðum á fundinum til að leggja fyrir sveitastjórn.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl. 17:47