Skólanefnd

8. fundur 21. maí 2015

8. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 21. maí. 2015 kl. 16:15.

 

Mættir voru Þóra Hjaltadóttir formaður, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir ritari, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla, Helgi Viðar Tryggvason fulltrúi kennara, Hrafndís Bára Einarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólans, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri Álfaborgar, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra.

Fundargerð ritaði: Elísabet Ásgrímsdóttir

 

Dagskrá:

Almenn mál

 

1. 1407138 Valsárskóli Kl. 16:15

a) Skóladagatal veturinn 2015 – 2016

Skóladagatal yfirfarið og engar athugasemdir gerðar við það.

b) Staða mála

Skólastjóri kynnti sjálfsmats skýrslu sem er í vinnslu,

og lagði fram greinargerðir sbr. síðasta fund, varðandi kennslu í kristnum fræðum og greinargerð um næringargildi og framreiðslu máltíða í Valsárskóla.

Verður tekið fyrir á næsta fundi.

Skólastjóra falið að ræða við Ingibjörgu Björnsdóttur um kynningu á meistaritgerð sinni um Leiðtogasamfélagið.

c) 1407121 Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að verða við beiðninni til eins árs en

vonar að önnur lausn finnist á málinu til framtíðar.

d) 1407141 Beiðni um námsvist í skóla utan lögheimilissveitarfélags

Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti námsvistina en felur skólastjóra og sveitastjóra að ganga frá samningi sem fyrst.

 

2.

1407137 Leikskólinn Álfaborg Kl. 17:15

 

a) Skóladagatal veturinn 2015 – 2016

Skóladagatalið yfirfarið og engar athugasemdir gerðar við það.

b) Staða mála

Farið yfir nemendafjölda og starfsmenn

Leikskólastjóri kynnti þörf fyrir talmeinafræðing til að fara yfir málþroska barna í leikskólanum. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að fá slíka þjónustu einn dag í mánuði.

c) Inntaka á leikskólann fyrir 18 mánaða aldur

Skólanefnd samþykkir að nýta undaþáguheimild frá átján mánaða reglunni sem er í gildi og hljóðar upp á leikskóladvöl frá sextán mánaða aldri fyrir þær tvær umsóknir sem liggja fyrir nú. Fyrirsjáanleg staða varðandi barnafjölda í haust leyfir þessa heimild.

 

3. 1407139 Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar. Kl. 18:15

a) Skóladagatal veturinn 2015 – 2016

Skóladagatalið yfirfarið og engar athugasaemdir gerðar við það.

b) Staða mála

Farið yfir umsóknir og staðfestingar fyrir skólaárið 2015 – 2016 sem er fram úr björtustu vonum.

Farið yfir stöðu starfsmanna miðað við nemendafjölda. Skólastjóra og sveitastjóra falið að skoða þau mál til hlýtar fyrir næsta vetur.

Vegna nemendafjölda er fyrirsjánlegt að setja þarf reglur um hvaða nemendur geta farið í tónlistartíma á skólatíma.

Skólanefndin lýsir yfir ánægju sinni með störf Helgu Kvam, skólastjóra og kennurum Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar, sem lýsir sér meðal annars í sí auknum nemendafjölda og hlaut skólinn m.a. verðlaunagripinn Skrautnótuna.

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:40