Skólanefnd

9. fundur 19. ágúst 2015

9. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 19. ágúst. 2015 kl. 16:10.

 

Mættir voru Þóra Hjaltadóttir formaður, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir ritari, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Hrafndís Bára Einarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólans, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans, Ragna Erlingsdóttir skólastjóri Álfaborgar, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra.

Fundargerð ritaði: Elísabet Ásgrímsdóttir

 

Dagskrá:

Almenn mál

 

1407162 Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar Kl. 16:10

a) Staða mála.

Nemendafjöldi eykst milli ára, farið yfir starfsmannahald og kennsluhlutfall.

Farið yfir skóladagatal með fyrirvara um breytingar.

b) Nýtt starfsfólk.

Tveir nýjir kennarar hefja störf við Tónlistarskólann nú í haust.

c) Skólareglur

Skólareglur Tónlistarskólans yfirfarnar og samþykktar af Skólanefnd.

d) Skólanefnd leggur til að breytingar á skóladagatali verði ekki gerðar nema með minnst mánaðarfyrirvara.

2. 1407163 Valsárskóli / Álfaborg Kl. 16:40

a) Staða mála og breytingar framundan.

Nýr starfsmaður, Ásdís Bergvinsdóttir, hefur hafið störf við leikskólann, Helga Stefanía hefur látið af störfum.

Farið var yfir nemendafjölda í Álfaborg og Valsárskóla.

Starfsfólk er almennt ánægt og jákvætt fyrir sameiningu skóla og gengur vinnan sem að því snýr vel.

Farið var yfir skóladagatalið, talsverðar breytingar eru á skóladagatali Alfaborgar/ Valsárskóla m.a. fjölgun starfsdaga og aukning starfsmannafunda

Skólanefnd samþykkir skóladagatal með áorðnum breytingum.

b) Skýrsla um sameiningu leik- og grunnskóla.

Farið yfir skýrsluna almennt og þær athugasemdir sem borist hafa frá starfsfólki, foreldrum og sveitarstjórn.

Skólanefnd samþykkir skýrsluna fyrir sitt leyti.

c) 1407164 Beiðni um námsvist í skóla utan lögheimilissveitarfélags.

Inga Sigrún skólastjóri mælir með því að við þessu verði orðið, skólanefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.

d) Beiðni um undanþágu frá 18 mánaða reglunni.

Fráfarandi leikskólastjóri mælir með undanþágunni, skólanefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.

e) Skólanefnd leggur til að breytingar á skóladagatali verði ekki gerðar nema með minnst mánaðarfyrirvara.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:00