Skólanefnd

10. fundur 08. október 2015

10. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 8. okt. 2015 kl. 19:30.

Mættir voru Þóra Hjaltadóttir formaður, Elísabet Inga Ásgrímsdóttir ritari, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Arndís Sigurpálsdóttir fulltrúi kennara, Helga Kvam skólastjóri Tónlistarskólans, Bryndís Hafþórsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóna Valdís Reynisdóttir fulltrúi foreldra leikskólans.

Fundargerð ritaði: Elísabet Ásgrímsdóttir

Dagskrá:

Almenn mál

1.

1407183 Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar Kl. 19:30

 

a) Staða mála.

Kennsla fer vel af stað og spennandi nýjungar í starfinu auk hefðbundinna hádegistónleika, tónfunda og þátttöku í starfi grunnskólans.

2. 1407184 Valsárskóli / Álfaborg Kl. 20:00

 

a) Staða mála og breytingar framundan.

Starfið í skólunum og samvinnan gengur almennt vel og er í stöðugri endurskoðun.

b) 1407171 Reglur um námsvist í skóla utan lögheimilissveitarfélags.

Skólanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar áfram til sveitarstjórnar.

c) Öryggisreglur á leikskóla þegar girðing fer á kaf í snjó.

Inga Sigrún kynnti verklagsreglur fyrir starfsmenn leikskólans í slíkum tilfellum, sjá fylgiskjal.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið kl.20:47