Skólanefnd

20. fundur 06. febrúar 2018

20. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 06.02.2018 kl. 16:15.

Mættir voru, Þóra Hjaltadóttir, formaður, Elísabet Ásgrímsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Helgi Tryggvason fulltrúi kennara, Þórdís Þórólfsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Kristján Árnason fulltrúi foreldra grunnskólans og Hjalti Már Guðmundsson fulltrúi foreldra leikskólans.

Fundargerð ritaði: Elísabet Ásgrímsdóttir
Gestir fundarins voru: Vilhjálmur Rósantsson formaður Foreldrafélags Álfaborgar

Dagskrá:

Valsárskóli / Álfaborg Kl. 16:15

a) Staða mála

 

Þórdís fór yfir starfið í leikskólanum, dagskipulagið og mannaforráð, 28 börn eru í leikskólanum. Starfið er enn að slípast til eftir breytingar á skipulagi en gengur almennt vel.

Umræða um bókasafnið, nú er hafin undirbúningsvinna við rafræna skráningu safnsins.

Inga Sigrún fór yfri stöðuna í grunnskólanum, í haust verður breyting á bekkjarfyrirkomulaginu þar sem kenna á tveimur árgöngum saman í stað þriggja á mið- og unglingastigi.

Vel gengur í Tónlistarskólanum, 29 nemendur stunda nám við skólann. Skólinn á sinn fulltrúa í nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna og nemendur og kennarar skólans taka þátt í undirbúningi árshátíðar grunnskólans.

b) Starfsmannabreytingar

 

Skólastjóri fer yfir hugmyndir að starfsmannahaldi fyrir næsta skólaár Búið er að auglýsa eftir leikskólakennara í fullt starf við leikskólann.

c) Drög að skóladagatali fyrir 2018/19

 

Umræða um skóladagatalið.

d) Umræða um kirkjuskóla í Álfaborg

Meirihluti samþykkir til reynslu að krummar, spóar og lóur geti valið að fara í kirkjuskóla til jafns við annað val, þegar það er í boði, þegar því verður komið við.

e) Verkferlar í skólanum – smá kynning

 

Skólastjóri fór yfir verkferla í skólanum varðandi öryggisáætlun skólans. Helgi Viðar Tryggvason er öryggistrúnaðarmaður Álfaborgar Valsárskóla og fór hann yfir ýmsa þætti er varða áætlunina og hlutverk embættisins. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

 

f) Önnur mál

 

Grænfáni: umræða um umhverfisstefnu og umhverfissáttmála skólans, hvort skólinn eigi að vinna eftir stefnu Grænfánans eða öflugri eigin stefnu. Umræðu verður framhaldið á næsta fundi.

Sameining grunn og leikskóla, tillalaga um að skýra fyrir foreldrum/íbúum hvort sameining hefur skilað áætluðum árangri.

Minnst á verklagsreglur vegna óveðurs, umræðu framhaldið á næsta fundi.

 

 

 

 

Fundi lokið kl. 18:40