Skólanefnd

21. fundur 13. mars 2018

21. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 13.03.2018 kl. 19:00.

Mættir voru, Þóra Hjaltadóttir, formaður, Elín Svava Ingvarsdóttir aðalmaður, Sigurður Halldórsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Inga Sigrún Atladóttir skólastjóri Valsárskóla / Álfaborgar, Helgi Tryggvason fulltrúi kennara, Þórdís Þórólfsdóttir fulltrúi leikskólakennara og Kristján Árnason fulltrúi foreldra grunnskólans.

Fundargerð ritaði: Elín Svava Ingvarsdóttir

Dagskrá:

Valsárskóli / Álfaborg Kl. 19:00

a) Staða mála: það er búið að ráða í stöðuna í leikskólanum sem auglýst var. Vel gengur með tónlistarskólann sem aðrar deildir.

b) Skóladagatal 2018 – 2019: Skólanefnd samþykkir skóladagatalið en leggur til að Vinaborg verði opin í haust-, vetrarfríi og á viðtalsdögum til að koma til móts við hagsmuni foreldra.

c) Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags: Skólanefnd samþykkir að vísa þessu erindi til sveitarstjórnar þar sem ekkert í þessu erindi kallar á faglegt mat, aðeins fjárútlát.

d) Foreldrakönnun: Gott að hafa sambanburð frá því fyrir 4 árum og mikilvægt að hafa slíkar kannanir reglulega, ásamt að hafa landsmeðaltal til að bera sig saman við.

Skólanefnd leggur til að úrdráttur úr könnuninni verði tekinn fyrir á skólaþingi og síðan verði haldinn fundur með foreldrum til að fara yfir niðurstöðurnar. Þetta verði gert sem allra fyrst.

Fundi lokið kl. 20:33.