Skólanefnd

7. fundur 29. ágúst 2019

Fundargerð

07. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í Valsárskóla, 29. ágúst 2019 kl. .

Fundinn sátu: Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir og Björg Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði: Inga Árnadóttir, Formaður skólanefndar.

Einnig mættir á fundinn áheyrnarfulltrúar:

Helgi Viðar Tryggvason, fulltrúi starfsmanna Valsárskóla

Dýrleif Skjóldal, fulltrúi starfsmanna Álfaborgra

Vilhjálmur Rósantsson, fulltrúi foreldrafélags Álfaborgar

Hilmar Dúi Björgvinsson fulltrúi foreldrafélags Valsárskóla

Dagskrá:

1.

Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla - 1903014

 

Óskað er eftir ráðningu starfsmanns í 80% hlutfall frá hausti 2019 til loka skóla vorið 2020

 

Nefndin óskar eftir skýrslu sem þarf að gefa mynd af stöðu mála og þeirri þörf sem er á að raða starfsmann í 80% stöðu. Sveitarstjórn samþykkti fjárveitingu fram að áramótum en óskaði jafnframt eftir skýringum á þörfinni og framhaldinu. Skólastjóri leggur skýrsluna fram fyrir lok september.

     

2.

Verkefnastjóri í Valsárskóla - 1908019

 

Skólastjóri óskar eftir heimild til að ráða starfsmann innan Valsárskóla í 20% stöðu verkefnastjóra

 

Skólanefnd er jákvæð fyrir því að ráðinn sé verkefnastjóri. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

     

3.

Námsferð starfsmanna Valsárskóla og Álfaborgar vorið 2019 - 1908020

 

Kostnaður vegna ferðar er meiri en áætlað var. Skólastjóri óskar eftir heimild til þess að færa kostnaðinn á lið innan fjárhagsáætlunar leik- og grunnskóla.

 

Fjármögnun ferða verður að liggja fyrir áður en gengið er frá skipulagningu starfsmannaferða og ekki hægt að sættast á að sveitarfélagið leggi út fyrir kostnaði. Þegar ferðir eru skipulagðar þarf fjármögnun að liggja fyrir. Skólastjóra falið að innheimta það sem útistandandi er og leggur hefndin til við sveitarstjórn að afgangurinn verði færður á endurmenntunarsjóð.

     

4.

Úttekt á stöðu leikskóla og grunnskóla eftir sameiningu - 1903011

 

Svar skólastjóra Valsárskóla við skýrslu dagsettri í júní 2019

 

Skýrslan lögð kynningar. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

     

5.

Útboð skólaaksturs 2019 - 1902017

 

Samningur og reglur um skólaakstur lögð fram

 

Skólanefnd samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að ganga frá undirskrift.

     

6.

Launað námsleyfi - 1906020

 

Reglur um námsleyfi og starfsmannastefna sveitarfélagsins lögð fram til kynningar

 

Reglur lagðar fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.

 

 

Inga Sigrún Atladóttir

Sigurður Halldórsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Inga Margrét Árnadóttir