Skólanefnd

10. fundur 12. desember 2019

Fundinn sátu: Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir og Inga Margrét Árnadóttir.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Áheyrnarfulltrúar:

Inga Sigrún Árnadóttir

Vilhjálmur Rósantsson

Auður Hafþórsdóttir

Guðríður Snjólfsdóttir

Dagskrá:

1.

Erindi til skólanefndar vegna skólavistunar í Valsárskóla, Vinaborg - 1910017

 

Erindi frá foreldrafélagi Valsárskóla

 

Eftirfarandi eru svör frá skólastjóra:
16 börn voru í september en 15 í desember.
Þar af eru 5-6 aukalega í biðtíma milli 13 og 14 á þriðjud, miðvid, fimmtd.
Það hefur ekki verið tvímannað í Vinaborg alla daga eftir að bréfið barst. Þó er alltaf tvímannað þegar börn eru fleiri en 10 og alltaf milli 13 og 14. Aldrei hefur þó komið fyrir að starfsmenn sem eiga að vera í vistun séu nýttir í forföll annars staðar.
Það hefur verið hægt að halda uppi því góða starfi sem unnið er í Vinaborg að mestu leyti - þar eru sömu frávik og í öðrum deildum sveitarfélagsins og felur í sér hliðrun og breytingar vegna veikinda.
Eftirfarandi eru spurningar frá starfsmönnum Vinaborgar:
Varðandi barn sem skilið var eftir er spurt hvenær þetta hafi verið og hvort þetta sé þá fleiri tilvik en þetta eina?
Hvað er átt við með að engin dagskrá sé í Vinaborg, er hún ekki nægilega góð?
Hvað er átt við að starfsmenn hafi ekki nógu góða yfirsýn? Starfsemin er á tveimur hæðum og spurt hvað átt er við hér?
Foreldrar hvattir til að láta starfsmenn vita ef eitthvað kemur uppá.
Skólanefnd þakkar fyrir þessar upplýsingar, vísar spurningum starfsmanna til foreldrafélags. Skólanefnd tók bréf frá foreldrafélaginu þann 30. október og var samþykk því að tvímenna þyrfti á meðan Vinaborg væri opin. Skólastjóri er sammála um að góð mönnun þarf að vera í Vinaborg og starfið þar er nokkuð mótað.

     

2.

Ráðning þroskaþjálfa-iðjuþjálfa við Valsárskóla - 1903014

 

Skólastjóri Valsárskóla óskar eftir framlengingu á samningi við starfsmann í stuðningskennslu úr skólaárið 2019/2020

 

Skólanefnd er samþykk áframhaldandi ráðningu stuðningsfulltrúa út skólaárið. Málinu vísað til sveitarstjórnar

     

3.

Ráðning skólastjóra Valsárskóla - 1912003

 

Drög að starfslýsingum skólastjóra Valsárskóla og Álfaborgar lagðar fram til kynningar.

 

Drögin samþykkt og vísað til sveitarstjórnar.

     

4.

Erindi til skólanefndar - 1912004

 

Bréf frá foreldrum nemanda í Valsárskóla þar sem óskað er eftir viðbrögðum skólanefndar við umleitan þeirra á námsstuðningi og að ekki sé brugðist við ósk þeirra um stuðning

 

Mikilvægt er að gott samstarf sé á milli foreldra og umsjónarkennara. Greining er í gangi í þessu tiltekna máli og þegar niðurstöður liggja fyrir verður aðstoðin unnin útfrá því. Samtal er á milli foreldra og kennara sem vonandi stuðlar að úrbótum fyrir nemandann. Heimili og skóli þurfa að vinna vel og markvisst saman. Skólanefnd óskar eftir að vera upplýst um gang mála.

     

5.

Fundir skólanefndar - 1912007

 

Mál tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna. Skólastjóri óskar eftir rökstuðningi fyrir því að ekki sé haft samráð við skólastjóra við skipulagningu funda skólanefndar

 

Erindisbréf skólanefndar gerir ráð fyrir að skólastjóri hafi varamann og eðlilegt að staðgengill mæti þegar skólastjóri boðar forföll.

     

6.

Ósk um námsdvöld tveggja nemenda á leikskólaaldri - 1912002

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki nefndarmanna.

 

Vegna flutnings fjölskyldu með ung börn er óskað eftir vistun fyrir tvö börn í Álfaborg. Í ljósi erfiðrar stöðu í leikskólanum, mikil veikindi hafa verið og skortur á fagmenntuðum starfsmönnum er erindinu hafnað.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .

 

 

Inga Sigrún Atladóttir

Sigurður Halldórsson