Skólanefnd

11. fundur 14. janúar 2020

Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir og Inga Margrét Árnadóttir.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Einnig sátu fundinn:

Harpa Helgadóttir

Svala Einarsdóttir

Ásdís Hanna Bergvinsdóttir

Laufey Oddný Jómundsdóttir

Guðríður Snjólfsdóttir

Dagskrá:

1.

Valsárskóli, skólanámskrá og starfsáætlun - 1911021

 

Skólanefnd frestar umfjöllun um námsvísa, starfsáætlun og skólanámsskrá til næsta fundar. Skólanefnd tekur málið fyrir þegar endanleg gögn hafa borist og skólastjóri getur kynnt málið.

 

Samþykkt

     

2.

Starfsmannakönnun - 2001002

 

Farið yfir helstu niðurstöður könnunar sem gerð var í desember 2019

 

Könnun lögð fram til kynningar. Mikilvægt er að starfsmenn svari könnunum og þeim spurningum sem lagðar eru fram.

 

Samþykkt

     

3.

Sumarlokun leikskólans Álfaborgar 2019 - 2001004

 

Samkvæmt skóladagatali 2019-2020 verður sumarlokun í leikskólanum Álfaborg 17. júlí - 4. ágúst.

 

Starfsmenn leikskóla skila óskum um sumarleyfi í byrjun febrúar. Foreldrar verða beðnir um að gefa upp hvenær börn þeirra fara í sumarleyfi og útfrá því ákveðið hvernig sumarmönnun verður í leikskólanum. Skólanefnd samþykkir að skoða hvort lokun síðasta dag fyrir sumarlokun og fyrsta dag eftir sumarlokun verði vinnudagur til frágangs og undirbúnings. Bæta þarf júlímánuði við skóladagatalið.

 

Samþykkt

     

4.

Erindi til skólanefndar vegna skólavistunar í Valsárskóla, Vinaborg - 1910017

 

Foreldrar hafa sent skólanefnd erindi vegna gjaldtöku fyrir vistun í skólavist.

 

Verklagsreglur fyrir Vinaborg þarf að skerpa. Skýrt þarf að vera hvert hlutverk Vinaborgar er. Þau undantekningartilvik þar sem vistun er ekki greidd þurfa að vera tilgreind, eins og t.d. biðtími fyrir börn sem verða að nýta sér skólabílinn til að komast heim til sín. Skerpa þarf samstarf heimilis og Vinaborgar. Skólanefnd leggur til að stjórn foreldrafélags komi með tillögur að verklagi og starfsmenn/skólastjóri vinni saman að starfsreglum. Skólanefnd leggur til að þessari vinnu verði lokið 14. febrúar.
Áherslur í starfi, reglur með vistun og greiðslu fyrir vistun og annað sem varðar starfsemi Vinaborgar verða að vera aðgengilegar á heimasíðu skólans. Passa þarf að allar upplýsingar um tengiliði og umsóknir um vistun séu aðgengilegar fyrir starfsmenn og auðvelt sé að ná í starfsmenn í síma Vinaborgar. Skólanefnd leggur áherslu á að nemendur sem eru að fara í skólabíl greiða ekki fyrir vistun milli kl. 13-14 enda eru þau enn á forræði skólans.

 

Samþykkt

     

5.

2020 ráðning skólastjóra Valsárskóla - 2001005

 

Auglýst hefur verið staða skólastjóra Valsárskóla

 

Auglýsingar hafa verið birtar á job.is og albert.is auk þess að vera birtar í dagblöðum. Lagt er til að formaður skólanefndar og sveitarstjóri sjái um að taka viötöl.

 

Samþykkt

     

6.

2020 ráðning skólastjóra leikskólans Álfaborgar - 2001006

 

Auglýst hefur verið staða skólastjóra leikskólans Álfaborgar

 

Auglýsingar hafa verið birtar á job.is og albert.is auk þess að vera birtar í dagblöðum. Lagt er til að formaður skólanefndar og sveitarstjóri sjái um að taka viötöl.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.

 

 

Sigurður Halldórsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Inga Margrét Árnadóttir