Skólanefnd

12. fundur 27. febrúar 2020

Fundargerð

12. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 27. febrúar 2020 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir og Björg Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.

2020 ráðning skólastjóra leikskólans Álfaborgar - 2001006

 

Sveitarstjórn ræður skólastjóra að fenginni umsögn skólanefndar.

 

Umsögn skólanefndar vegna ráðningar leikskólastjóra Álfaborgar

Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að Margrét Jensína Þorvaldsdóttir verði ráðin skólastjóri Álfaborgar. Formaður skólanefndar var fulltrúi skólanefndar í þeim hópi sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur.

Skólanefnd fagnar fjölda umsókna og þakkar umsækjendum þann áhuga sem þeir hafa sýnt skólasamfélaginu á Svalbarðsströnd.

     

2.

2020 ráðning skólastjóra Valsárskóla - 2001005

 

Sveitarstjórn ræður skólastjóra að fenginni umsögn skólanefndar.

 

Umsögn skólanefndar vegna ráðningar skólastjóra Valsárskóla

Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að María Aðalsteinsdóttir verði ráðin skólastjóri Valsárskóla. Formaður skólanefndar var fulltrúi skólanefndar í þeim hópi sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur.

Skólanefnd fagnar fjölda hæfra umsókna og þakkar umsækjendum þann áhuga sem þeir hafa sýnt skólasamfélaginu á Svalbarðsströnd.