Skólanefnd

16. fundur 21. október 2020

Fundargerð

16. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í Valsárskóla, 28. október 2020 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Sigurður Halldórsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Inga Margrét Árnadóttir, María Aðalsteinsdóttir, Margrét Jensína Þorvaldsdóttir og Björg Erlingsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir, Sveitarstjóri.

Harpa Barkardóttir fulltrúi foreldra Valsárskóla

Heiðbjört Helga Arnardóttir, fulltrúi foreldra Álfaborg

Svala Einarsdóttir fulltrúi starfsmanna Valsárskóla

Hanna Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsmanna Álfaborgar

Dagskrá:

1.

Valsárskóli, skólanámsskrá og starfsáætlun - 1911021

 

Starfsáætlun Valsárskóla 2020/2021 lögð fram til kynningar

 

Til hagræðingar í skólastarfi og til að uppfylla viðmiðunarstundarskrá verður einni kennslustund aukið við nám nemenda í 5.-10. bekk. Starfsáætlun Valsárskóla verður yfirfarin af nefndarmönnum og samþykkt rafrænt að viku liðinni.

 

Samþykkt

     

2.

Starfsáætlun Álfaborgar - 2010009

 

Starfsáætlun Álfaborgar 2020/2021 lögð fram til kynnngar

 

Skólastjórn falið að vinna vinnureglur um tilkynningar og viðbrögð ef slys verða. Starfsáætlun Álfaborgar verður send nefndarmönnum og samþykkt rafrænt.

 

Samþykkt

     

3.

Álfaborg - sérstök verkefni - 2010003

 

Kynning á vináttuverkefninu BLÆR

 

Hanna Sigurjónsdóttir, starfsmaður Álfaborgar fer yfir verkefnið Blær. Verkefnið snýst um vináttu og vini, hugrekki og að vinna á móti einelti.

 

Samþykkt

     

4.

Valsárskóli - daglegt starf - 2010005

 

Farið yfir almennt starf innan Valsárskóla skólaárið 2020/2021

 

Farið yfir fjölda nemenda í tónlistarskóla, 22 sækjar nám innan tónlistarskóla og tveir utan skólans. COVID hefur haft mikil áhrif á starf tónlistarskóla.
Starfið í Vinaborg gengur mjög vel og hafa mikil breyting orðið á starfinu.
Engin gæsla er í skólabílum í nágrannasveitarfélögum og sama gildir um skólabíl Valsárskóla, skólabílstjóri tilkynnir ef upp koma vandamál á milli farþega.
Nám og kennsla ganga vel. Skólinn er vel mannaður og samheldni í starfi hópsins.
COVID hefur haft mikil áhrif á samskipti milli skóla, samstarf milli starfsmanna skóla á svæðinu og sama er um samstarf nemenda.

 

Samþykkt

     

5.

Skólaráð 2020-2021 - 2009011

 

Farið yfir undirbúning að stofnun sameinilegs skólráðs foreldrafélags Valsárskóla og Álfaborgar. Ráðið situr til tveggja ára.

 

Skólaráð hefur verið stofnað. Fresta þurfti fyrsta fundi vegna COVID en gert er ráð fyrir að hafa fund fyrir áramót. Nöfn fulltrúa í skólaráði má finna á heimasíðu skólanna.

 

Samþykkt

     

6.

Starfsmannamál haust 2020 Valsárskóli og Álfaborg - 2004014

 

Breytingar verða á skipulagi í Álfaborg í kjölfar nýrra samninga milli sveitarfélaga og viðsemjenda.

 

10 starfsmenn starfa við Álfaborg í 9 stöðugildum. Undirbúningstími og stytting vinnuvikunnar kallar á endurskipulagningu starfsins en COVID hefur sett strik í reikninginn. Áhersla er lögð á undirbúningstíma, deildarfundi og að Skólastjóri fundi með deidlarstjórum.
8 kennarar eru starfandi í Valsárskóla auk skólastjóra, starfsmanna í eldhúsi, starfsmanns í gæslu og á skrifstofu.

 

Samþykkt

     

8.

Tónlistarskóli Svalbarðsstrandar - 2010010

 

Reglugerð fyrir Tónlistarsóla Svalbarðsstrandar lögð fram

 

Farið yfir reglugerðina. Skólanefnd fær reglugerðina til rafrænnar samþykktar.

 

Samþykkt

     

7.

Reglur Svalbarðsstrandarhrepps varðandi nemendur sem óska eftir því að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum - 2010006

 

Sveitarstjórn óskaði eftir tillögum frá skólanefnd um viðmiðunarreglur varðandi stuðning við nemendur sem sækja tónlistarnám og eru eldri en 18. ára.

 

Skólanefnd samþykkir reglurnar og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar.

 

Samþykkt

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.

 

 

Sigurður Halldórsson

Árný Þóra Ágústsdóttir

Inga Margrét Árnadóttir

María Aðalsteinsdóttir

Margrét Jensína Þorvaldsdóttir

Björg Erlingsdóttir