Skólanefnd

20. fundur 09. desember 2021 kl. 16:15 - 18:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Inga Margrét Árnadóttir formaður
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Sigurður Halldórsson
Starfsmenn
  • Margrét Jensína Aðalsteinsdóttir skólastjóri
  • María Aðalsteinsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: Inga Árnadóttir Formaður

Dagskrá:

1.

Starfsáætlun Álfabrog 2021-22 - 2109014

 

Starfsáætlun Álfaborgar lögð fram til samþykktar

 

Fundarmenn samþykkja starfsáætlun Álfaborgar

 

Samþykkt

 

   

2.

Sumarlokun leikskólans Álfaborgar sumarið 2022 - 2111013

 

Tillaga um sumarstarf Álfaborgar lögð fram til samþykktar

 

Margrét Jensína leikskólastjóri lagði fram tillögu um sumarlokun leikskólans. Þannig verður leikskólinn lokaður en boðið upp á gæslu fyrir börn foreldra sem þurfa á því að halda. Með þessu móti vill leiksólastjóri gera meiri greinarmun á leiksólastarfi og gæslu þar sem erfitt er að vera með faglegt starf í leiksólanum vegna sumarleyfa starfsmanna og barna.

 

Samþykkt

 

   

3.

Starfsmannamál 2022 - 2111014

 

Áætlað er að nemendum á leikskólanum Álfaborg fjölgi árið 2022. Farið yfir skipulag og fjölda stöðugilda.

 

Margrét Jensína skólastjóri, leggur fram minnisblað þess efnis að vegna fjölgunar barna, sérstaklega ungra barna, þurfi að fjölga um eitt stöðugildi í Álfaborg.
Skólanefnd samþykkir tillöguna og vísar erindi til sveitarstjórnar. Töluverð umræða var um fæðingarorlof og lengd þess sem nú er 12 mánuðir.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.