Skólanefnd

21. fundur 29. mars 2022 kl. 16:00 - 17:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Inga Margrét Árnadóttir formaður
  • Árný Þóra Árnadóttir
  • Sigurður Halldórsson
Starfsmenn
  • Margrét Jensína Þorvaldsdóttir skólastjóri
  • María Aðalsteinsdóttir skólastjóri
  • Hanna Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Harpa Barkardóttir áheyrnafulltrúi
  • Hafrún Arnardóttir áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir Skólastjóri

Dagskrá:

1.

Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar - 2004013

 

Skóladagatal beggja skóla árin 2022/2023 lagt fram til samþykktar

 

Skóladagatal Valsárskóla var samþykkt og skóladagatal Álfaborg einnig með tilfærslu á starfsdegi og aukastarfsdegi skb. minnisblaði Margrétar Jensínu skólastjóra Álfaborgar.

 

Samþykkt

 

   

2.

Skólanefnd, lög og reglur um starfsemi skólanefndar - 2203011

 

Aðgengi að skólaþjónustu fyrir nemendur í Valsárskóla kynnt fyrir skólanefnd.
Ákvæði laga og reglugerða um starfsemi Valsárskóla kynnt fyrir skólanefnd.

 

Aðgengi nemenda að skólaþjónustu kynnt. Ákvæði laga og reglugerða um starfsemi Valsárskóla kynnt.

 

Staðfest

 

   

3.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Niðurstöður úr skólapúlsi fyrir nemendur lagðar fram til kynningar.

 

Skólastjóri fór yfir niðurstöður Skólapúls, niðurstöður ræddar.

 

Staðfest

 

   

4.

Starfsmannamál 2022 - 2111014

 

Vegna breytinga á starfi deildarstjóra sem er staðgengill skólastjóra Álfaborgar er tímabundið (fram til 31.12.2022) óskað eftir auknu starfshlutfalli 25%.

 

Skólastjóri Álfaborgar fer yfir starfsmannamál. Ætlunin er að auglýsa 100% afleysingastöðu tímabundið fram að sumarlokun.

Skólastjóri Álfaborgar mun óska eftir aukafjárveitingu v. 25% stjórnunarhlutfall staðgengils út almanaksárið.

 

Staðfest

 

   

5.

Álfaborg útisvæði 2. áfangi - 2203009

 

Hugmynd um skipulag á leikskólalóð lögð fram

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki fundarmanna.

Tómas Ingi Jónsson umsjónarmaður fasteigna kom á fundinn og mun leita útskýringa á kostnaðaáætlun og hvort það borgi sig að vinna hluta af áfanga 2 eða sækja um auka fjárveitingu til að klára áfanga 2.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.