Skólanefnd

22. fundur 14. júní 2022 kl. 16:15 - 18:20 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Árný Þóra Ágústsdóttir formaður
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • Margrét Jensína Þorvaldsdóttir skólastjóri leikskóla
  • María Aðalsteinsdóttir skólastjóri grunnskóla
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir Skólastjóri

Dagskrá:

1.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Vorskýrsla Valsárskóla skólaárið 2021-22 lögð fram til kynningar.

 

Farið yfir innra mat Valsárskóla og skólastjóri svaraði spurningum. Fundarfólk var ánægt með virknimælingar og að kennarar nýti sér þann möguleika áfram. Líka góð dæmi um Byrjendalæsi og Læsi til lífs og vilja kennara til framfara.

 

Staðfest

 

   

2.

Innra mat - Álfaborg - 2104003

 

Vorskýrsla Álfaborgar skólaárið 2021-22 lögð fram til kynningar.

 

Skólanefnd staðfesti vorskýrslu með fyrirvara um ákveðnar breytingar á skýrslu. Nefndarfólk er ánægt hvað starfsfólk hefur verið duglegt að taka námskeið og vonar að þau verið áfram í boði rafrænt.

 

Staðfest

 

   

3.

Starfsmannamál - Almennt - 2206003

 

Skólastjórar Álfaborgar og Valsárskóla fara stöðu starfsmannamála fyrir næsta skólaár 2022-23. Einnig mun skólastjóri Álfaborgar fara yfir starfsmannakönnun Skólapúlsins.

 

Starfsmannakönnun skólapúls, niðurstöður voru kynntar og rætt var um stöðugildi og mönnunarmál.
Skólastjórar fóru yfir starfsmannamál fyrir komandi skólaár.

 

Staðfest

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20.