Skólanefnd

25. fundur 28. mars 2023 kl. 16:15 - 17:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Árný Þóra Ágústsdóttir formaður
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • María Aðalsteinsdóttir skólastjóri
  • Bryndís Hafþórsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: Árný Þóra Ágústsdóttir Formaður skólanefndar

Dagskrá:

1.

Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar - 2004013

 

Skóladagatal beggja skóla árin 2023/2024 lagt fram til samþykktar, skólastjóri Álfabogar óskar eftir breytingu á skóladagatali 2022/2023.

 

Skóladagatal Valsárskóla og Álfaborgar 2023-2024 var samþykkt. Einnig var samþykkt tilfærsla á auka starfsdegi milli ára í Álfaborg.

 

Samþykkt

 

   

2.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Niðurstöður úr skólapúlsi fyrir nemendur lagðar fram til kynningar einnig skólapúls fyrir foreldra.

 

Skólastjóri fór yfir niðurstöður Skólapúls, niðurstöður ræddar. Skólanefnd er ánægð með niðurstöðurnar og gleðst yfir jákvæðum árangri. Hrósar skólastjórnendum og starfsfólki fyrir gott starf.

 

Staðfest

 

   

3.

Inntaka barna í Álfaborg - 1204004

 

Skólastjórn var falið á 24. fundi skólanefndar 4.janúar 2023 að semja reglur og leggja fyrir skólanefnd.
Skólastjórn leggur fram reglur um veitingu undanþágu fyrir yngri en 12 mánaða börn í leikskólann Álfaborg.

 

Skólanefnd samþykkti reglurnar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Sérfræðiþjónusta í Valsárskóla - 2303008

 

Skólastjóri Valsárskóla kynnir þá sérfræðiþjónustu sem nemendum Valsárskóla stendur til boða.

 

Skólastjóri kynnti sérfræðiþjónustu og samstarf milli skólastiga.

 

Staðfest

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .

 

 

Árný Þóra Ágústsdóttir

 

Hanna Sigurjónsdóttir

Vilhjálmur Rósantsson

 

María Aðalsteinsdóttir

Bryndís Hafþórsdóttir