Skólanefnd

26. fundur 01. júní 2023 kl. 16:15 - 18:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Árný Þóra Ágústsdóttir formaður
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • María Aðalsteinsdóttir skólastjóri Valsárskóla
  • Bryndís Hafþórsdóttir skólastjóri Álfaborgar
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir skólastjóri

Dagskrá:

1.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Vorskýrsla Valsárskóla skólaárið 2022-23 lögð fram til kynningar.

 

Farið yfir vorskýrslu Valsárskóla og raktir helstu þættir hennar.

 

Staðfest

 

   

2.

Innra mat - Álfaborg - 2104003

 

Vorskýrsla Álfaborgar skólaárið 2022-23 lögð fram til kynningar.

 

Skólanefnd staðfesti ársskýrslu Álfaborgar. Leikskólastjóri fór yfir helstu þætti ársskýrslunnar.

 

Staðfest

 

   

3.

Starfsmannamál - Almennt - 2206003

 

Vegna nýrra farsældarlaga um samþættingu málefni barna, er lagt til að ráðinn verði Iðjuþjálfi 80% sem starfsmaður beggja skóla og 20% sem tengiliður farsældar.

 

Skólanefnd samþykkir að ráðinn verður iðjuþjálfi til starfa sem sér m.a. um nýtt starf tengiliðs farsældar. Starfsmaðurinn mun starfa þvert á skólastofnanir eftir þörfum hverju sinni. Skólanefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar til samþykktar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Skólanefnd, lög og reglur um starfsemi skólanefndar - 2203011

 

Skólastjóri Valsárskóla staðfestir að viðeigandi húsnæði fyrir kennslu og annan aðbúnað, þ.m.t. útivistar- og leiksvæði nemenda sé til staðar og samkvæmt reglum. Jafnframt staðfestir skólastjóri að farið sé eftir ákvæðum laga og reglugerða í skólastarfinu.

 

Skólastjóri fór yfir aðbúnað í skólanum og lögbundið eftirlit með húsnæði og búnaði. Þar kemur m.a. fram að ófullnægjandi aðstaða er til heimilisfræðikennslu.
Skólastjóri fór einnig yfir lög um starfsemi grunnskóla nr. 91/2008 og staðfestir að unnið er eftir þeim.

 

Staðfest

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.