Dagskrá:
1. |
Innra mat - Valsárskóli - 2104002 |
|
Skólastjóri kynnir vorskýrslu Valsárskóla |
||
Skólastjóri fór yfir vorskýrslu Valsárskóla og kynnti innihald hennar. |
||
Staðfest |
||
|
||
2. |
Innra mat - Álfaborg - 2104003 |
|
Skólastjóri kynnir vorskýrslu Álfaborgar og niðurstöður starfsmannapúls sem tekinn er annað hvert ár hjá starfsmönnum Álfaborgar. Einnig verður farið yfir dagskrá foreldrafunda. |
||
Skólastjóri fór yfir vorskýrslu, skólapúls starfsmanna og sagði frá fundi sem verður í næstu viku með foreldrum barna í Álfaborg. Skólastjóri fór yfir nýju námskrá Álfaborgar. Skólanefnd fagnar því að þessi vinna sé orðin sýnileg og virk. Skólanefnd vill þakka skólastjóra og öllu starfsfólki Álfaborgar fyrir metnaðarfulla vinnu. |
||
Staðfest |
||
|
||
3. |
Skólamáltíðir - 2405009 |
|
Umræða um framboð sérfæðis í skólum Svalbarðsstrandarhrepps. |
||
Sérfæði sem ekki er háð vottorði frá lækni verður tekið af frá og með 12. ágúst 2024 í leikskólanum Álfaborg og |
||
Staðfest |
||
|
||
4. |
Starfsmannamál - Almennt - 2206003 |
|
Skólastjórar fara yfir mönnun á komandi skólaári. |
||
Farið var yfir starfsmannamál í Álfaborg og Valsárskóla fyrir næsta skólaár. Skólanefnd vísar til sveitarstjórnar beiðni leikskólastjóra Álfaborgar um aukið stöðugildi vegna stuðnings a.m.k. til tveggja ára. |
||
Staðfest |
||
|
||
5. |
Stytting vinnuvikunnar - 2011012 |
|
Farið yfir fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar í Álfaborg. |
||
Fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar hefur valdið vandræðum með mönnun í leikskólanum Álfaborg. Auk þess kom fyrirkomulag á styttingu vinnuvikunnar illa út í starfsmannkönnun. Skólanefnd vísar til sveitarstjórnar tveimur tillögum um fyrirkomulag á styttingu. |
||
Staðfest |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.