Skólanefnd

30. fundur 30. maí 2024 kl. 16:15 - 18:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Árný Þóra Ágústsdóttir formaður
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • Bryndís Hafþórsdóttir skólastjóri
  • María Aðalsteinsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir Skólastjóri

Dagskrá:

1.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Skólastjóri kynnir vorskýrslu Valsárskóla

 

Skólastjóri fór yfir vorskýrslu Valsárskóla og kynnti innihald hennar.

 

Staðfest

 

   

2.

Innra mat - Álfaborg - 2104003

 

Skólastjóri kynnir vorskýrslu Álfaborgar og niðurstöður starfsmannapúls sem tekinn er annað hvert ár hjá starfsmönnum Álfaborgar. Einnig verður farið yfir dagskrá foreldrafunda.

 

Skólastjóri fór yfir vorskýrslu, skólapúls starfsmanna og sagði frá fundi sem verður í næstu viku með foreldrum barna í Álfaborg. Skólastjóri fór yfir nýju námskrá Álfaborgar. Skólanefnd fagnar því að þessi vinna sé orðin sýnileg og virk. Skólanefnd vill þakka skólastjóra og öllu starfsfólki Álfaborgar fyrir metnaðarfulla vinnu.

 

Staðfest

 

   

3.

Skólamáltíðir - 2405009

 

Umræða um framboð sérfæðis í skólum Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Sérfæði sem ekki er háð vottorði frá lækni verður tekið af frá og með 12. ágúst 2024 í leikskólanum Álfaborg og
grunnskólanum Valsárskóla. Þörf er á þessum breytingum þar sem miklar og auknar sérþarfir í mat skapa álag á starfsfólk sem ekki er hægt að mæta. Við viljum minna á að hádegismatur er gjaldfrjáls í skólunum.

 

Staðfest

 

   

4.

Starfsmannamál - Almennt - 2206003

 

Skólastjórar fara yfir mönnun á komandi skólaári.

 

Farið var yfir starfsmannamál í Álfaborg og Valsárskóla fyrir næsta skólaár. Skólanefnd vísar til sveitarstjórnar beiðni leikskólastjóra Álfaborgar um aukið stöðugildi vegna stuðnings a.m.k. til tveggja ára.

 

Staðfest

 

   

5.

Stytting vinnuvikunnar - 2011012

 

Farið yfir fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar í Álfaborg.

 

Fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar hefur valdið vandræðum með mönnun í leikskólanum Álfaborg. Auk þess kom fyrirkomulag á styttingu vinnuvikunnar illa út í starfsmannkönnun. Skólanefnd vísar til sveitarstjórnar tveimur tillögum um fyrirkomulag á styttingu.

Tillaga 1
Allir taka kaffi sem eru 35 mín. á dag.
Þá eiga allir 13 mín á dag í styttingu og það verður hægt að taka 4 tíma á mánuði.

Tillaga 2
Allir taka kaffi sem eru 35 mín. á dag.
Styttingu er safnað saman og leikskólanum verður lokað milli jóla og nýárs og dymbilviku. Ef fáir
dagar eru milli jóla og nýárs þá verður lokað í haust og/eða vetrarfríi.

Við teljum að með fullri mönnuðum í leikskólanum væri hægt að koma kaffitímum fyrir og hafa þá eingöngu styttingu í 4 klst. á mánuði eða loka eins og lagt er til í tillögu 2.

 

Staðfest

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.