Skólanefnd

32. fundur 13. mars 2025 kl. 16:30 - 18:30
Nefndarmenn
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • María Aðalsteinsdóttir Skólastjóri Valsárskóla
  • Bryndís Hafþórdóttir Deildarstjóri Álfaborgar
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir

Dagskrá:

1.

Skipurit skólanna - 2503004

 

Breytt skipurit Álfaborgar lagt fram til samþykktar.

 

Skólanefnd leggur til að fjölga deildarstjórum úr 1,5 stöðugildum í 2,5 og að breyta í 3 deildir í stað tveggja. Þörf er á að skipta upp fjölmennri deild auk þess sem húsnæði býður ekki upp á núverandi skipulag. Við leggjum því til að Kvisti og Rjóðri verði skipt í tvær deildir með sinn hvorn deildarstjórann. Skólanefnd vísar málinu til sveitarstjórnar til samþykktar.

 

Samþykkt

 

   

2.

Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar - 2004013

 

Skóladagatöl beggja skóla lögð fram til staðfestingar.

 

Skóladagatal Valsárskóla og Álfaborgar samþykkt. Lokun Álfaborgar verður 4 vikur sumarið 2025.

 

Samþykkt

 

   

3.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Skólastjóri Valsárskóla kynnir helstu niðurstöður úr Skólapúlsi nemenda og foreldra vegna skólaársins 2024/25.

 

Farið var yfir skólapúls nemenda haust 2024 og foreldra febrúar 2025. Það er ánægjulegt að sjá að skólinn heldur sér á góðum stað samkvæmt mati foreldra og barna. Skólanefnd vill hrósa stjórnendum og starfsfólki skólans.

 

Staðfest

 

   

4.

Starfsmannamál - Almennt - 2206003

 

Staða mönnunar í skólum Svalbarðstrandarhrepps og sumarafleysingar.

 

Skólastjóri Álfaborgar fór yfir mönnunarmál í leikskóla, almennt er staðan góð. Enn er eitthvað um bæði skammtíma- og langtímaveikindi. Skólanefnd bendir á að huga að sumarafleysingum til að mæta orlofsdögum starfsmanna og ítrekar að starfsmenn reyni að nýta orlofsdaga yfir sumarmánuði.
Skólastjóri Valsárskóla fór yfir stöðu starfsmannamála í skólanum, staðan er mjög góð en nokkrar áskoranir framundan.

 

   

5.

Íslenska æskulýðsrannsóknin - 2411008

 

Farið yfir niðurstöður íbúafundar um íslensku æskulýðsrannsóknina.

 

Farið var yfir samantekt frá íbúafundi vegna íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Foreldrar eru farnir að leggja drög að foreldrasáttmála.

 

Staðfest

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.