Dagskrá:
1. |
Skipurit skólanna - 2503004 |
|
Breytt skipurit Álfaborgar lagt fram til samþykktar. |
||
Skólanefnd leggur til að fjölga deildarstjórum úr 1,5 stöðugildum í 2,5 og að breyta í 3 deildir í stað tveggja. Þörf er á að skipta upp fjölmennri deild auk þess sem húsnæði býður ekki upp á núverandi skipulag. Við leggjum því til að Kvisti og Rjóðri verði skipt í tvær deildir með sinn hvorn deildarstjórann. Skólanefnd vísar málinu til sveitarstjórnar til samþykktar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar - 2004013 |
|
Skóladagatöl beggja skóla lögð fram til staðfestingar. |
||
Skóladagatal Valsárskóla og Álfaborgar samþykkt. Lokun Álfaborgar verður 4 vikur sumarið 2025. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Innra mat - Valsárskóli - 2104002 |
|
Skólastjóri Valsárskóla kynnir helstu niðurstöður úr Skólapúlsi nemenda og foreldra vegna skólaársins 2024/25. |
||
Farið var yfir skólapúls nemenda haust 2024 og foreldra febrúar 2025. Það er ánægjulegt að sjá að skólinn heldur sér á góðum stað samkvæmt mati foreldra og barna. Skólanefnd vill hrósa stjórnendum og starfsfólki skólans. |
||
Staðfest |
||
|
||
4. |
Starfsmannamál - Almennt - 2206003 |
|
Staða mönnunar í skólum Svalbarðstrandarhrepps og sumarafleysingar. |
||
Skólastjóri Álfaborgar fór yfir mönnunarmál í leikskóla, almennt er staðan góð. Enn er eitthvað um bæði skammtíma- og langtímaveikindi. Skólanefnd bendir á að huga að sumarafleysingum til að mæta orlofsdögum starfsmanna og ítrekar að starfsmenn reyni að nýta orlofsdaga yfir sumarmánuði. |
||
|
||
5. |
Íslenska æskulýðsrannsóknin - 2411008 |
|
Farið yfir niðurstöður íbúafundar um íslensku æskulýðsrannsóknina. |
||
Farið var yfir samantekt frá íbúafundi vegna íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Foreldrar eru farnir að leggja drög að foreldrasáttmála. |
||
Staðfest |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.