Skólanefnd

33. fundur 10. júní 2025 kl. 16:15 - 18:15
Nefndarmenn
  • Hanna Sigurjónsdóttir Formaður skólanefndar.
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • María Aðalsteinsdóttir Skólastjóri Valsárskóla
  • Guðrún Hallfríður Björnsdóttir Skólastjóri Álfaborgar
Fundargerð ritaði: Hanna Sigurjónsdóttir

Dagskrá:

1.

Innra mat - Valsárskóli - 2104002

 

Vorskýrsla Valsárskóla skólaárið 2024-2025 lögð fram til kynningar.

 

Farið yfir vorskýrslu Valsárskóla og skólapúls starfsmanna. Helstu niðurstöður raktar.

 

Staðfest

 

   

2.

Innra mat - Álfaborg - 2104003

 

Vorskýrsla Álfaborgar skólaárið 2024-2025 lögð fram til kynningar.

 

Farið yfir vorskýrslu Álfaborgar og helstu þættir raktir.

 

Staðfest

 

   

3.

Skólamáltíðir - 2405009

 

Mál var tekið fyrir á 30. fundi skólanefndar 30. maí 2024.

 

Skólanefnd ítrekar fyrri ákvörðun skólanefndar um skólamáltíðir.

Bókun skólanefndar 30.maí 2024.
Sérfæði sem ekki er háð vottorði frá lækni verður tekið af frá og með 12. ágúst 2024 í leikskólanum Álfaborg og
grunnskólanum Valsárskóla. Þörf er á þessum breytingum þar sem miklar og auknar sérþarfir í mat skapa álag á starfsfólk sem ekki er hægt að mæta. Við viljum minna á að hádegismatur er gjaldfrjáls í skólunum.
Staðfest

 

Samþykkt

 

   

4.

Gjaldskrá Álfaborgar - 2506004

 

Endurskoðun á gjaldskrá vegna tíma utan hefðbundins vistunartíma barna á leikskólanum Álfaborg.

 

Skólanefnd leggur til að tímagjald verði endurskoðað frá 7:45-8:00 og frá 16:00-16:15 á Leikskólanum Álfaborg í viðleitni að nýta tíma starfsmanna betur. Málinu er vísað til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Íslenska æskulýðsrannsóknin - 2411008

 

Skólastjóri Valsárskóla kynnir niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar vorönn 2025.

 

Farið var yfir niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir vor 2025.

 

Staðfest

 

   

6.

Starfsmannamál - Almennt - 2206003

 

Farið yfir stöðu mönnunar í skólum Svalbarðsstrandarhrepps fyrir skólaárið 2025-2026

 

Skólastjórar fóru yfir mönnunarmál fyrir næsta skólaár. Skólanefnd styður að auglýst verði eftir sérkennara í leikskólann Álfaborg.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.