Skólanefnd

34. fundur 08. október 2025 kl. 16:15 - 18:15 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Hanna Sigurjónsdóttir formaður
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Vilhjálmur Rósantsson
Starfsmenn
  • Guðrún Hallfríður Björnsdóttir skólastjóri
  • María Aðalstieinsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: María Aðalsteinsdóttir Skólastjóri

Dagskrá:

1.

Starfsáætlun Valsárskóla / Álfaborgar - S2010009

 

Starfsáætlun Valsárskóla 2025-2026 lögð fram til samþykktar. Fyrir fundinum liggur tillaga að árlega verði lagt fyrir stöðu- og framvindupróf fyrir nemendur í 4. - 10. bekk

 

Skólanefnd samþykkir starfsáætlun Valsárskóla og tillögu um stöðu- og framvindupróf nemenda í 4. - 10. bekk.

 

Samþykkt

 

   

2.

Starfsáætlun Valsárskóla / Álfaborgar - S2010009

 

Starfsáætlun Álfaborgar 2025-2026 lögð fram til samþykktar.

 

Skólanefnd samþykkir starfsáætlun Álfaborgar.

 

Samþykkt

 

   

3.

Réttur á skólavistun - staðfesting - S2109015

 

Skólanefnd staðfestir skólavist barna með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Skólanefnd staðfestir að öll börn með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi og búa þar eru með skólavist.

 

Samþykkt

 

   

4.

Starfsmannamál - Almennt - S2206003

 

Staða mönnunar í skólum Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Farið yfir starfsmannamál í skólunum. Staða er almennt ágæt en nokkuð er um forföll og langtíma veikindi.

 

Samþykkt

 

   

5.

Sumarlokun leikskólans Álfaborgar 2026 - S2510002

 

Tillaga frá skólastjórnendum að sumarlokun leikskólans Álfaborgar verði fimm vikur sumarið 2026, frá 6. júlí til og með 7. ágúst 2026.

 

Skólanefnd samþykkir tillögu um sumarlokun Álfaborgar.

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.