56. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 19. október 2020 kl. 15:00.
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Árný Þóra Ágústsdóttir.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 1. | Svalbarðseyri Deiliskipulag ÍB 2 - 2009009 | |
| Deiliskipulag fyrir Svalbarðseyri Deiliskipulag ÍB 2 lagt fram | ||
| Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Laugartún og Smáratún á Svalbarðseyri. | ||
| 2. | Fjallsgirðing - 1407157 | |
| Erindi dags. 30.09.2020 frá Stefáni Tryggva- og Sigríðarsyni varðandi eignarhald fjallsgirðingar, heimild sveitarstjórnar til lagningar fjallsgirðingar, verkefni sveitarfélagsins og verkefni brýnna samfélagslegra hagsmuna og upplýsinga- og samráðsskyldu sveitarfélagsins. | ||
| Sveitarstjórn frestar málinu. Erindið sent til lögfræðings sveitarfélagsins til álitsgjafar. | ||
| 3. | Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007 | |
| Samþykktir Svalbarðsstrandarhrepps lagðar fram til samþykktar | ||
| Lagt fram til kynningar. | ||
| 4. | Tímabundnir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021 - 2010004 | |
| Félagsmálaráðuneyti felur sveitarfélögum að vera milliliður í greiðslum íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020/2021 | ||
| Lagt fram til kynningar. | ||
| 5. | Almannavarnarnefnd - 2001007 | |
| Fundir Almannavarnarnefndar með viðbragðsaðilum. | ||
| Almannavarnarnefnd á Norðurlandi eystra fundar reglulega með sveitarstjórum, fulltrúum heilbrigðisstofnana og viðbragðsaðilum. | ||
| 6. | Stofnun ungmennaráða í sveitarfélögum - 1407132 | |
| Samþykktir um hlutverk ungmennaráðs lagðar fram til samþykktar | ||
| Sveitarstjórn samþykkir samþykktir um ungmennaráð. | ||
| 7. | Stöðuleyfi vegna lausafjármuna - 1902015 | |
| Sótt um stöðuleyfi fyrir 20´gám við norður hlið reykjúss í landi Mógils. | ||
| Sveitarstjórn samþykkir tímabundið stöðuleyfi fyrir gám við norðurhlið reykhúss í landi Mógils. Leyfið er veitt fram að vori 2021 þegar gámalóðir á gámasvæði verða auglýstar. | ||
| 8. | Sala/Leiga á íbúðum við Laugartún - 1407285 | |
| Íbúð á neðri hæð Laugartúni 5 (F2338905) er í eigu Svalbarðsstrandarhrepps. Sveitarstjórn hyggur á frekari byggingu íbúða í Valsárhverfi og í því samhengi er rætt um sölu eða áframhaldandi leigu fasteignar í Laugartún 5 | ||
| Sveitarsstjórn hefur ákveðið að auglýsa til sölu eign Svalbarðsstrandarhrepps Laugartún 5 (F2338905). Sveitarstjóra er falið að hefja undirbúning fyrir söluferlið með uppsögn á leigusamning við núverandi leigjanda íbúðarinnar. | ||
| 9. | Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum - 2010007 | |
| Bréf frá Samtökum ferðþjónustunnar og fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu lagt fram. Aðilar óska að sveitarfélög krefjist lagasetningar vegna niðurfellingar eða frestun á fasteignagjöldum til fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna þeirra áhrifa sem heimsfaraldur og sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda eru að hafa á rekstur fyrirtækja innan ferðaþjónustu. | ||
| Tekið fyrir bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu 13. október 2020. Erindi bréfsins er: Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda og í bréfinu er óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda, frestun á gjöldum eða lengingu á lögveði fasteignaskatta til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu. | ||
| 10. | Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun - 2008009 | |
| Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun. Lögð fram tekjuáætlun og tillögur að gjaldskrám. | ||
| Lagt fram til kynningar. | ||
| 11. | Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - almennt - 2010011 | |
| Tekið fyrir með afbrigðum. SSNE óskar eftir því að Svalbarðsstrandarhreppur skipi varamann í stjórn SSNE. Aðalmaður er fulltrúi Eyjafjarðarsveitar, Jón Stefánsson. | ||
| Sveitarstjórn samþykkir að taka málið fyrir með afbrigðum. | ||
| 12. | Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002002 | |
| Fundargerð samstarfsnefndar Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands v Félags leikskólakennara lögð fram til kynningar | ||
| Lagt fram til kynningar. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.
| Gestur J. Jensson | 
 | Anna Karen Úlfarsdóttir | 
| Guðfinna Steingrímsdóttir | 
 | Ólafur Rúnar Ólafsson | 
| Björg Erlingsdóttir | 
 | Fannar Freyr Magnússon | 
| Árný Þóra Ágústsdóttir | 
 | 
 | 
| 
 | 
 | 
 |