Sveitarstjórn

56. fundur 19. október 2020

Fundargerð

56. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 19. október 2020 kl. 15:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Árný Þóra Ágústsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Svalbarðseyri Deiliskipulag ÍB 2 - 2009009

 

Deiliskipulag fyrir Svalbarðseyri Deiliskipulag ÍB 2 lagt fram

 

Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Laugartún og Smáratún á Svalbarðseyri.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa kynningunni í lögformlegt kynningarferli skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

     

2.

Fjallsgirðing - 1407157

 

Erindi dags. 30.09.2020 frá Stefáni Tryggva- og Sigríðarsyni varðandi eignarhald fjallsgirðingar, heimild sveitarstjórnar til lagningar fjallsgirðingar, verkefni sveitarfélagsins og verkefni brýnna samfélagslegra hagsmuna og upplýsinga- og samráðsskyldu sveitarfélagsins.

 

Sveitarstjórn frestar málinu. Erindið sent til lögfræðings sveitarfélagsins til álitsgjafar.

     

3.

Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps - 2004007

 

Samþykktir Svalbarðsstrandarhrepps lagðar fram til samþykktar

 

Lagt fram til kynningar.

     

4.

Tímabundnir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021 - 2010004

 

Félagsmálaráðuneyti felur sveitarfélögum að vera milliliður í greiðslum íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020/2021

 

Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn fagnar framtaki ráðuneytisins og hvetur íbúa til að kanna rétt sinn sem og fylgjast með þegar opnað verður á umsóknir fyrir auka íþrótta- og tómstundastyrk.

     

5.

Almannavarnarnefnd - 2001007

 

Fundir Almannavarnarnefndar með viðbragðsaðilum.

 

Almannavarnarnefnd á Norðurlandi eystra fundar reglulega með sveitarstjórum, fulltrúum heilbrigðisstofnana og viðbragðsaðilum.

     

6.

Stofnun ungmennaráða í sveitarfélögum - 1407132

 

Samþykktir um hlutverk ungmennaráðs lagðar fram til samþykktar

 

Sveitarstjórn samþykkir samþykktir um ungmennaráð.

     

7.

Stöðuleyfi vegna lausafjármuna - 1902015

 

Sótt um stöðuleyfi fyrir 20´gám við norður hlið reykjúss í landi Mógils.

 

Sveitarstjórn samþykkir tímabundið stöðuleyfi fyrir gám við norðurhlið reykhúss í landi Mógils. Leyfið er veitt fram að vori 2021 þegar gámalóðir á gámasvæði verða auglýstar.

     

8.

Sala/Leiga á íbúðum við Laugartún - 1407285

 

Íbúð á neðri hæð Laugartúni 5 (F2338905) er í eigu Svalbarðsstrandarhrepps. Sveitarstjórn hyggur á frekari byggingu íbúða í Valsárhverfi og í því samhengi er rætt um sölu eða áframhaldandi leigu fasteignar í Laugartún 5

 

Sveitarsstjórn hefur ákveðið að auglýsa til sölu eign Svalbarðsstrandarhrepps Laugartún 5 (F2338905). Sveitarstjóra er falið að hefja undirbúning fyrir söluferlið með uppsögn á leigusamning við núverandi leigjanda íbúðarinnar.

     

9.

Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum - 2010007

 

Bréf frá Samtökum ferðþjónustunnar og fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu lagt fram. Aðilar óska að sveitarfélög krefjist lagasetningar vegna niðurfellingar eða frestun á fasteignagjöldum til fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna þeirra áhrifa sem heimsfaraldur og sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda eru að hafa á rekstur fyrirtækja innan ferðaþjónustu.

 

Tekið fyrir bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu 13. október 2020. Erindi bréfsins er: Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda og í bréfinu er óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda, frestun á gjöldum eða lengingu á lögveði fasteignaskatta til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu.
Erindið var sent SSNE og þaðan sent áfram til sveitarfélaga á starfssvæði SSNE.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps bendir á að Svalbarðsstrandarhreppi sem og öðrum sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talin tekjustofna og fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignargjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps beinir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og erindi þeirra því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Um leið vill sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps árétta að staða sveitarfélagsins eins og annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um breytingar á greiðslu fasteignagjalda verði ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit tekið til áhrifa á rekstur þeirra.
Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.

     

10.

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun - 2008009

 

Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun. Lögð fram tekjuáætlun og tillögur að gjaldskrám.

 

Lagt fram til kynningar.

     

11.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - almennt - 2010011

 

Tekið fyrir með afbrigðum. SSNE óskar eftir því að Svalbarðsstrandarhreppur skipi varamann í stjórn SSNE. Aðalmaður er fulltrúi Eyjafjarðarsveitar, Jón Stefánsson.

 

Sveitarstjórn samþykkir að taka málið fyrir með afbrigðum.

Svalbarðsstrandarhreppur tilnefnir Önnu Karen Úlfarsdóttir sem varafulltrúa í stjórn SSNE fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps.

     

12.

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020 - 2002002

 

Fundargerð samstarfsnefndar Sambands ísl. sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands v Félags leikskólakennara lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Fannar Freyr Magnússon

Árný Þóra Ágústsdóttir