Sveitarstjórn

63. fundur 08. febrúar 2021 kl. 14:00 - 17:00 Ráðhúsinu

Fundargerð

63.. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 8. febrúar 2021 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Árný Þóra Ágústsdóttir og Vigfús Björnsson.

 

Fundargerð ritaði: Gestur Jensson, Oddviti.

Starri Heiðmarsson sat fundinn undir lið nr. 2

Dagskrá:

1.

Svalbarðseyri Deiliskipulag ÍB 2 - 2009009

 

Farið yfir innsendar athugasemdir

 

Farið yfir athugasemdir sem bárust vegna deiliskipulags ÍB2. Skipulagshönnuði falið að hafa innsendar athugasemdir til hliðsjónar við áframhaldandi hönnun.

     

2.

Bréf til sveitarstjórnar - rotþró fyrir Sólheima 4, 7 og 9 - 1809001

 

Sveitarstjórn var búin að fjalla um málið á 32. fundi, 5.11.2019. Fulltrúar húseigenda við Sólheima mæta á fundinn.

 

Starri Heiðmarsson situr fundinn undir þessum lið. Sveitarstjóra falið að kanna verð og reynslu af uppsetningu rotþróa "DEMANT" og vinna málið áfram í samstarfi við íbúa.

     

3.

Sundlaug á Svalbarðseyri og framtíðaráform - 2102009

 

Farið yfir tillögur sem bárust, um lagfæringar og framkvæmdir/úrbætur á sundlaug.

 

Húsverði falið að fara yfir þær tillögur sem hægt er að fara í, kostnaðarmeta og leggja fyrir sveitarstjórn. Þau atriði sem snúa að stærri framkvæmdum hefur sveitarstjórn með sér í áætlanagerð næstu ára. Sveitarstjórn þakkar fyrir þær ábendingar og góðu hugmyndir sem bréfritari sendi.

     

4.

Tjarnartún 4b - 2102001

 

Sala Tjarnartúns 4b

 

Íbúðin á Tjarnartúni 4B er seld og sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skrifa undir saminga vegna sölunnar.

     

9.

Félagsmálaráðuneyti, stöðuskýrsla vegna uppbyggingar félags- og atvinnumála - 2102007

 

Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála á vegum félagsmálaráðneytis lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

5.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku árið 2021 - 2101002

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 255

 

Lagt fram til kynningar

     

6.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102002

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 893 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

7.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2021 - 2101006

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 21 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

8.

2021 Fundargerðir stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra - 2102008

 

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra nr. 217 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar

     

10.

Valsárskóli loftræsting - 2102011

 

Tekið fyrir með afbrigðum. Óskað er viðauka vegna lagfæringar á loftræstikerfi eftir að mótor gaf sig í byrjun árs. Áætlaður kostnaður er 850.000 kr.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita viðauka að upphæð 850.000 kr. af handbæru fé.

     

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.

 

 

Gestur J. Jensson

Anna Karen Úlfarsdóttir

Guðfinna Steingrímsdóttir

Ólafur Rúnar Ólafsson

Björg Erlingsdóttir

Árný Þóra Ágústsdóttir