Sveitarstjórn

79. fundur 15. nóvember 2021 kl. 14:00 - 16:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson Oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir Varaoddviti
  • Guðfinna Steingrímsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Sigurður Halldórsson
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri
  • Vigfús Björnsson Skipulags- og byggingafulltrí Eyjafjarðar
  • Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri
  1. 79. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 15. nóvember 2021 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guðfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Árný Þóra Ágústsdóttir, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon, Sigurður Halldórsson og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi fyrir næsta lið.

1.

Sólberg - Deiliskipulag 2021 - 2111003

 

Landeigendur óska eftir samþykki sveitarstjórnar til að hefja deiliskipulagsvinnu í landi Sólbergs

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Rúnari Arasyni sem fyrir hönd landeigenda Sólbergs fer fram á heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir fjögur íbúðarhús í landi Sólbergs. Erindinu fylgir skipulagslýsing frá AVH dags. 2021-11-12.
Sveitarstjórn samþykkir að veita málshefjanda heimild til deiliskipulagsgerðar samkvæmt 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í samþykki sveitarstjórnar fellst einnig samþykki við því að íbúðarsvæði í landi Sólbergs verði fært inn í aðalskipulag í samræmi við erindi málshefjanda og að landið sem erindið lýtur að sé leyst úr landbúnaðarnotkum skv. 5. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Skipulagsfulltrúa er falið að annast kynningu á skipulagslýsingunni.

 

   

2.

Geldingsá - Stofnun lóðar - 2111008

 

Stofnun lóðar og sameining þeirrar lóðar við Brekkusel

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Ara Fossdal sem óskar eftir samþykki sveitarstjórnar við stofnun lóðar úr landi Geldingsár. Erindinu fylgir uppdráttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 2021-11-04.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

   

3.

Vaðlaborgir 16 - 2111002

 

Vaðlaborgir nr. 16. Óskað er eftir leyfi til að stækka húsið, stækkun rúmast innan byggingarreits samkvæmt gildandi deiliskipulagi

 

Steinar Sigurðsson sækir um samþykki sveitarstjórnar við því að byggja við frístundahús í Vaðlaborgum 16. Viðbyggingin rúmast innan byggingarreits og samræmist skilmálum gildandi deiliskipulags.
Sveitarstjórn vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin og erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.

 

   

4.

Vaðlareitur L 152972 - 2110007

 

Bréf sveitarfélagsins til landeigenda dagsett 11.11.2021 lagt fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

Landeigundum er veittur frestur til 15. desember til að lýsa afstöðu sinni við bréfi sveitarstjórnar.

 

   

5.

Fjárhagsáæltun 2022 og fjögurra ára áætlun - 2108008

 

Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun, fyrri umræða

 

Fjárhagsáætlun 2022, fyrri umræða fjárhagsáætlunar.
Drög að fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 lögð fram til fyrri umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til seinni umræðu.

Fyrir fundinum lá tillaga að útsvar fyrir árið 2022 verði óbreytt í 14,52%.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um útsvarshlutfall 2022.

Útsvarshlutfall Svalbarðsstrnadarhrepps 2022: 14,52% (óbreytt)

 

   

6.

Framkvæmdaleyfi - 2111007

 

Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna söfnunar jarðvegs í landi Sigluvíkur, jarðvegs sem fellur til við gerð göngu- og hjólastígs

 

Sveitarstjórn samþykkir umsókn um framkvæmdarleyfi.

 

   

7.

2021 undirbúningur göngu og hjólastígs - 2012015

 

Farið yfir stöðu framkvæmda

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - 2111005

 

SSNE leggur til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og verkefnið unnið í samstarfi við Norðurland eystra og Svalbarðshreppi og Langanesbyggð boðin þátttaka.
Óskað er eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til:
Að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári.
Að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
Að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
Að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni, kjósi þau það

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu SSNE.

 

   

9.

Sameining sveitarfélaga - 2011002

 

Íbúafundur; kynning niðustöðu fýsileikakönnunar sem unnin hefur verið vegna sameiningarmála

 

Fyrirhugað er að halda íbúafund um sameiningarmál þriðjudaginn 30. nóvember 2021. Fundurinn verður haldinn í Valsárskóla þar sem hugað verði vel að sóttvörnum, auk þess sem fundinum verður streymt. Gert er ráð fyrir fundi verkefnastjóra og verkefnahóps fyrir íbúafundinn og er þar um fjarfund að ræða.

Viðburðurinn verður auglýstur síðar.

 

   

10.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 22 - 2111001F

 

Fundargerð umhverfis- og atvinnumálanefndar lögð fram til samþykktar

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

 

10.1

2108008 - Fjárhagsáæltun 2022 og fjögurra ára áætlun

   
 

10.2

2108007 - Loftlagsstefna Svalbarðsstrandarhrepps

   
 

10.3

2109005 - Göngu- og hjólastígur framkvæmd

   
 

10.4

2007002 - AUTO ehf. Hreinsun svæðis

   
 

10.5

2110012 - Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi

   

 

   

11.

Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - 2102019

 

Fundargerð nr. 266 lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021 - 2102002

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.