Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Ráðning sveitarstjóra - 1806009  | 
|
| 
 Umsóknarfrestur til að sækja um stöðu sveitarstjóra rann út 19. júní síðastliðinn. Farið verður yfir hver næstu skref verða í ráðningarferlinu.  | 
||
| 
 Ráðning sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Geldingsá - viðbygging 2022 - 2206008  | 
|
| 
 Jóhannes Arason Fossdal óskar eftir leyfi til að byggja skemmu þar sem áður stóð fjárhús.  | 
||
| 
 Geldingsá - byggingarreitur fyrir geymsluskemmu   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Aðalskipulag 2020- - 1901003  | 
|
| 
 Árni Ólafsson kemur á fundinn til að fara yfir verkstöðu nýs aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps.  | 
||
| 
 Árni Ólafsson arkitekt og ráðgjafi sveitarfélagsins við endurskipulag nýs aðalskipulags mætti á fund og fór yfir verkstöðu nýs aðalskipulags Svalbarðsstrandrhrepps. Stefnt er að hefja vinnu við endurskipulagningu skipulagsins að nýju í haust.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 Þóra Sigríður Tómasdóttir formaður Æskunnar og Tómas Ingi Jónsson yfirmaður fasteigna mættu á fundinn undir þennan lið.  | 
||
| 
 7.  | 
 Erindi til sveitarstjórnar sem varða hjólabraut og Æskuvöllinn - 2206001  | 
|
| 
 Farið yfir tillögur Æskunnar um úrbætur og lagfæringar á Æskuvelli og hjólabraut sem kynntar voru sveitarstjórn. Formaður Æskunnar Þóra Sigríður Torfadóttir og umsjónarmaður fasteigna Tómas Ingi Jónsson koma og fara yfir tillögurnar með sveitarstjórn.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að veita Æskunni styrk upp á 50.000 kr. sem ætlaður er til endurbóta á langstökksgryfjunni ásamt því að fela umsjónarmanni fasteigna að útvega grasfræ fyrir Æskuna til að sá í hjólabrautina. Sveitarstjórn felur stjórn Æskunni að skipuleggja ednurbæturnar og verða sér út um efni og verktaka til endurbótanna.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum - 2206007  | 
|
| 
 Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu.   | 
||
| 
 Sveitarstjótrn felur Önnu Karen Úlfarsdóttur varaoddvita og Fannari Frey Magnússyni skirfstofustjóra að svara erindinu.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007  | 
|
| 
 37. og 38 fundargerð SSNE lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Frágangur á göngu- og hjólastíg - 2111010  | 
|
| 
 Farið yfir tilboð í að leggja jöfnunarlag á göngu- og hjólastíginn í Vaðlareit.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboð á lagningu jöfnunarlags á göngu- og hjólastíginn í sumar.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Laun sveitarstjórnar - 1806010  | 
|
| 
 Laun sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 ákveðin.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að kjör sveitarstjórnar verði þau sömu og á síðasta kjörtímabili. Kjörin verða endurskoðuð að nýju samhliða vinnu fjárhagsáætlunar í haust.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Stytting vinnuvikunnar - 2011012  | 
|
| 
 Mál sem var frestað á 93. fundi sveitarstjórnar. Vinnuhópur í Valsárskóla hefur unnið að tillögu vegna styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum FG. Niðurstöður vinnuhópsins lagðar fyrir sveitarstjórn.   | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að skólastjóri vinni styttingu vinnuvikunnar út frá tillögu kennara sem unnar voru út frá leiðbeiningum SÍS og FG. Skólastjóra falið að skila inn greinagerð að loknu skólaárinu 2022-2023 til að greina frá hvernig framkvæmd styttingarinnar gekk.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - 2111005  | 
|
| 
 Í framhaldi af vinnu á "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" og þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram á samþykktum um meðhöndlun úrgangs, endurskoðun á uppsetningu gjaldskráa og í mörgum tilvikum þarf að huga að gerð útboðsgagna fyrir útboð sorphirðu þjónustu.   | 
||
| 
 Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og mun taka þátt á þeim samráðsvettvangi sem verður boðað til í haust á vegum SSNE.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi - 2206006  | 
|
| 
 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna leyfis til reksturs gististaðar í Flokk III-C, minna gistiheimili. Umsækjandi: Alkemia ehf.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Tónlistarskóli Eyjafjarðar - 2112004  | 
|
| 
 Kostnaðaráætlun Tónlistarskóla Eyjafjarðar veturinn 2022-23 lögð fram til samþykktar.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir framlagða kostnaðaráætlun.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35.