Sveitarstjórn

94. fundur 29. júní 2022 kl. 13:00 - 16:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Ráðning sveitarstjóra - 1806009

 

Umsóknarfrestur til að sækja um stöðu sveitarstjóra rann út 19. júní síðastliðinn. Farið verður yfir hver næstu skref verða í ráðningarferlinu.

 

Ráðning sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps leitaði til Hagvangs vegna auglýsinga- og ráðningarferlis nýs sveitarstjóra. Umsóknarfrestur rann út 19. júní 2022. Alls sóttu 14 einstaklingar um starfið en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.
Eftir yfirferð yfir innsendar umsóknir var ákveðið að boða sjö umsækjendur í fyrstu viðtöl og því næst voru þrír umsækjendur boðaðir í framhaldsviðtöl ásamt því að umsagna var aflað og lagt fyrir raunhæft verkefni.
Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum, einn sat hjá, að ganga til samninga við Þórunni Sif Harðardóttur um stöðu sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026. Oddvita er falið að ganga frá ráðningarsamningi við Þórunni Sif.
Þórunn Sif starfaði um tíma hjá Svalbarðsstrandarhreppi á árunum 2021-2022 þegar hún leysti skrifstofustjóra tímabundið af og sem verkefnastjóri fyrir göngu- og hjólastíg í Vaðlareit auk fleiri verkefna á skrifstofu hreppsins. Á árunum 2013-2020 starfaði Þórunn Sif sem mannauðsstjóri hjá TDK Foil Iceland ehf og sem framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands um sex ára skeið.
Þórunn Sif hefur verið virkur þátttakandi í sveitarstjórnarmálum hjá Akureyrarbæ frá árinu 2014 sem m.a. varabæjarfulltrúi og nefndarmaður í íþróttaráði, frístundaráði og í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um tíma. Hún var formaður Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands 2014-2020, varamaður í Umhverfis- og mannvirkjaráði 2018-2020 og er formaður stjórnar Fallorku.
Þórunn Sif lauk diplomanámi í rekstrarstjórnun frá Háskólanum á Akureyri árið 2001 og diplomanámi í mannauðsstjórnun og leiðtogafærni frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 auk fjölda námskeiða.
Þórunn Sif er gift Tómasi Inga Jónssyni, umsjónarmanni fasteigna og hefur búið á Akureyri sl. fjóra áratugi.
Gert er ráð fyrir að Þórunn Sif taki til starfa í júlí.

Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps:
Ásta F. Flosadóttir Skólastjóri
Einar Kristján Jónsson Sveitarstjóri
Glúmur Baldvinsson Sjálfstætt starfandi
Gunnsteinn Björnsson Sjálfstætt starfandi
Hildur Axelsdóttir Kjördæmisfulltrúi
Ingvi Már Guðnason Verkstjóri
Jónas Egilsson Sveitarstjóri
Katrín Sigurjónsdóttir Sveitarstjóri
Sigurður Sveinn Nikulásson Sölustjóri
Snæbjörn Sigurðarson Verkefnastjórn
Þorsteinn Kristjánsson Sölumaður
Þórunn Sif Harðardóttir Verkefnastjóri

 

   

2.

Geldingsá - viðbygging 2022 - 2206008

 

Jóhannes Arason Fossdal óskar eftir leyfi til að byggja skemmu þar sem áður stóð fjárhús.

 

Geldingsá - byggingarreitur fyrir geymsluskemmu
Skipulags- og byggingarfulltrúi kallar eftir umsögn sveitarstjórnar um byggingarleyfisumsókn Jóhannesar Fossdal fyrir geymsluskemmu sem byggja á við eldri útihús í Geldingsá, á grunni fjárhúss sem búið er að rífa.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við erindið.

 

   

3.

Aðalskipulag 2020- - 1901003

 

Árni Ólafsson kemur á fundinn til að fara yfir verkstöðu nýs aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Árni Ólafsson arkitekt og ráðgjafi sveitarfélagsins við endurskipulag nýs aðalskipulags mætti á fund og fór yfir verkstöðu nýs aðalskipulags Svalbarðsstrandrhrepps. Stefnt er að hefja vinnu við endurskipulagningu skipulagsins að nýju í haust.

 

   

Þóra Sigríður Tómasdóttir formaður Æskunnar og Tómas Ingi Jónsson yfirmaður fasteigna mættu á fundinn undir þennan lið.

7.

Erindi til sveitarstjórnar sem varða hjólabraut og Æskuvöllinn - 2206001

 

Farið yfir tillögur Æskunnar um úrbætur og lagfæringar á Æskuvelli og hjólabraut sem kynntar voru sveitarstjórn. Formaður Æskunnar Þóra Sigríður Torfadóttir og umsjónarmaður fasteigna Tómas Ingi Jónsson koma og fara yfir tillögurnar með sveitarstjórn.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita Æskunni styrk upp á 50.000 kr. sem ætlaður er til endurbóta á langstökksgryfjunni ásamt því að fela umsjónarmanni fasteigna að útvega grasfræ fyrir Æskuna til að sá í hjólabrautina. Sveitarstjórn felur stjórn Æskunni að skipuleggja ednurbæturnar og verða sér út um efni og verktaka til endurbótanna.

 

   

9.

Erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum - 2206007

 

Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu.

Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana.

Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar með því að svara erindi þessu eigi síðar en 31. júlí næstkomandi.

 

Sveitarstjótrn felur Önnu Karen Úlfarsdóttur varaoddvita og Fannari Frey Magnússyni skirfstofustjóra að svara erindinu.

 

   

12.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007

 

37. og 38 fundargerð SSNE lagðar fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

Frágangur á göngu- og hjólastíg - 2111010

 

Farið yfir tilboð í að leggja jöfnunarlag á göngu- og hjólastíginn í Vaðlareit.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboð á lagningu jöfnunarlags á göngu- og hjólastíginn í sumar.

Upphæð verksins rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

   

5.

Laun sveitarstjórnar - 1806010

 

Laun sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 ákveðin.

 

Sveitarstjórn samþykkir að kjör sveitarstjórnar verði þau sömu og á síðasta kjörtímabili. Kjörin verða endurskoðuð að nýju samhliða vinnu fjárhagsáætlunar í haust.

 

   

6.

Stytting vinnuvikunnar - 2011012

 

Mál sem var frestað á 93. fundi sveitarstjórnar. Vinnuhópur í Valsárskóla hefur unnið að tillögu vegna styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum FG. Niðurstöður vinnuhópsins lagðar fyrir sveitarstjórn.

María Aðalsteinsdóttir skólastjóri mun mæta á fundinn til að kynna niðurstöðurnar nánar.

 

Sveitarstjórn samþykkir að skólastjóri vinni styttingu vinnuvikunnar út frá tillögu kennara sem unnar voru út frá leiðbeiningum SÍS og FG. Skólastjóra falið að skila inn greinagerð að loknu skólaárinu 2022-2023 til að greina frá hvernig framkvæmd styttingarinnar gekk.

 

   

8.

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi - 2111005

 

Í framhaldi af vinnu á "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" og þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram á samþykktum um meðhöndlun úrgangs, endurskoðun á uppsetningu gjaldskráa og í mörgum tilvikum þarf að huga að gerð útboðsgagna fyrir útboð sorphirðu þjónustu.

SSNE óskar eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til eftirfarandi:

Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um endurskoðun samþykkta um meðhöndlun úrgangs
Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um endurskoðun og samræmingu á uppsetningu gjaldskráa
Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um samræmda uppsetningu útboðsgagna

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og mun taka þátt á þeim samráðsvettvangi sem verður boðað til í haust á vegum SSNE.

 

   

10.

Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi - 2206006

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna leyfis til reksturs gististaðar í Flokk III-C, minna gistiheimili. Umsækjandi: Alkemia ehf.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

 

   

11.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - 2112004

 

Kostnaðaráætlun Tónlistarskóla Eyjafjarðar veturinn 2022-23 lögð fram til samþykktar.

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagða kostnaðaráætlun.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35.