Fundargerð
Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Bjarni Þór Guðmundsson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Hanna Sigurjónsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Stefán Ari Sigurðsson, Fannar Freyr Magnússon, Þórunn Sif Harðardóttir og Vigfús Björnsson.
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.
Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Sólberg - Deiliskipulag 2021 - 2111003  | 
|
| 
 Skipulagsstofnun óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar á ákvöðrun um að undanþága verði veitt frá gr. 5.3.2.5, lið d. í skipulagsgerð nr 90/2013 um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis við Grenivíkurveg.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að fyrirhuguð íbúðarhús á íbúðarsvæði ÍB27 í landi Sólbergs standi nær þjóðvegi en 100 m eins og aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagsreglugerð gera ráð fyrir, enda samræmast áformin byggðarmynstri sem fyrir er í nágrenninu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að afla undanþágu ráðherra vegna málsins.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Hulduheimar 19 - 2211001  | 
|
| 
 Sótt er um byggingarleyfi vegna einbýlishúss á lóðinni Hulduheimar 19. Óskað er eftir að frávik frá deiliskipulagi sé samþykkt þar sem fyrirhuguð bygging er að hluta utan skilgreinds byggingarreits.  | 
||
| 
 Fyrir fundinum liggur erindi frá Andra Andréssyni hjá Trípólí ehf. sem fyrir hönd væntanlegs lóðarhafa Halllands 17 óskar eftir breytingu á skipulagsskilmálum lóðarinnar vegna byggingaráforma á lóðinni. Frávik frá gildandi skipulagsskilmálum felast í að húsið yrði þriggja hæða, rúmlega 400 fm að stærð auk svala og veranda og myndi standa að hluta utan byggingarreits.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Smáratún 11 - 2201016  | 
|
| 
 Skipulagsmál í Smáratúni  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005  | 
|
| 
 Erindi frá starfsmanni bókasafns Svalbarðsstrandarhrepps, um aukið fjármagn til bókakaupa fyrir jólin 2022 að upphæð 150.000,-  | 
||
| 
 Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 upp á 150.000 kr til bókakaupa fyrir jólin.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Kvennaathvarf - 2006009  | 
|
| 
 Erindi sem frestað var afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 11. október 2022. Kvennaathvarf óskar eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2022.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð 200.000,- fyrir árið 2022.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Afreksstyrkir - 2205002  | 
|
| 
 Styrkbeiðni.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn synjar styrkbeiðninni. Sveitarstjóra falið að svara umsækjendum.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra HNE - eftirlitsaðili með dýrahaldi og frumframleiðslu - 2010002  | 
|
| 
 Uppfærður samstarfssamningur HNE til umfjöllunar  | 
||
| 
 Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við uppfærðan samstarfssamning.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Fjárhagsáætlun HNE 2023 - 2208016  | 
|
| 
 Fjárhagsáætlun HNE til umfjöllunar.  | 
||
| 
 Lögð fram til umfjöllunar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Velferðar- og skólaþjónusta, verkefnistillaga ráðgjafa - 2211002  | 
|
| 
 Lögð voru fram drög að samningi og verkefnistillögu KPMG varðandi skoðun á sameiginlegri velferðar- og skólaþjónustu og stöðu mála í dag.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkti að Svalbarðsstrandarhreppur verði aðili að verkefninu og greiði kostnað við það í samræmi við íbúatölu.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Fyrri umræða - 2208014  | 
|
| 
 Lög fram tillaga til fyrri umræðu að fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026.  | 
||
| 
 Tillaga tekin til umræðu og samþykkt samhljóða. Tillögunni er vísað til síðari umræðu sem áætluð er 22. nóvember.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 Fundargerð stjórnar SSNE 2022 - 2208013  | 
|
| 
 Fundargerðir SSNE nr. 42 og nr. 43 lagðar fram til kynningar  | 
||
| 
 Fundargerðir lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Heiðarbyggð 35 - 2211003  | 
|
| 
 Sótt er um byggingarleyfi vegna einbýlishúss á lóðinni Heiðarbyggð 35. Óskað er eftir að frávik frá deiliskipulagi sé samþykkt þar sem fyrirhuguð bygging er að hluta utan skilgreinds byggingarreits.  | 
||
| 
 Fyrir fundinum liggur erindi frá Gísla Guðlaugssyni sem óskar eftir að skipulagsskilmálum lóðarinnar Heiðarbyggð 35 sé breytt vegna byggingaráforma á lóðinni. Frávik frá gildandi skipulagsskilmálum felast í að fyrirhugað hús yrði 150 fm með flötu þaki.   | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.