Sveitarstjórn

101. fundur 08. nóvember 2022 kl. 13:00 - 16:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Stefán Ari Sigurðsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skirfstofustjóri
  • Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Fundargerð

  1. 101. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 8. nóvember 2022 13:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Bjarni Þór Guðmundsson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Hanna Sigurjónsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Stefán Ari Sigurðsson, Fannar Freyr Magnússon, Þórunn Sif Harðardóttir og Vigfús Björnsson.

Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Sólberg - Deiliskipulag 2021 - 2111003

 

Skipulagsstofnun óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar á ákvöðrun um að undanþága verði veitt frá gr. 5.3.2.5, lið d. í skipulagsgerð nr 90/2013 um fjarlægð bygginga frá stofn- og tengivegum, vegna byggingar íbúðarhúsnæðis við Grenivíkurveg.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að fyrirhuguð íbúðarhús á íbúðarsvæði ÍB27 í landi Sólbergs standi nær þjóðvegi en 100 m eins og aðalskipulag sveitarfélagsins og skipulagsreglugerð gera ráð fyrir, enda samræmast áformin byggðarmynstri sem fyrir er í nágrenninu. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að afla undanþágu ráðherra vegna málsins.

 

   

2.

Hulduheimar 19 - 2211001

 

Sótt er um byggingarleyfi vegna einbýlishúss á lóðinni Hulduheimar 19. Óskað er eftir að frávik frá deiliskipulagi sé samþykkt þar sem fyrirhuguð bygging er að hluta utan skilgreinds byggingarreits.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Andra Andréssyni hjá Trípólí ehf. sem fyrir hönd væntanlegs lóðarhafa Halllands 17 óskar eftir breytingu á skipulagsskilmálum lóðarinnar vegna byggingaráforma á lóðinni. Frávik frá gildandi skipulagsskilmálum felast í að húsið yrði þriggja hæða, rúmlega 400 fm að stærð auk svala og veranda og myndi standa að hluta utan byggingarreits.
Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast athugasemdir á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.

 

   

4.

Smáratún 11 - 2201016

 

Skipulagsmál í Smáratúni

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Bókasafn Svalbarðsstrandarhrepps - 2009005

 

Erindi frá starfsmanni bókasafns Svalbarðsstrandarhrepps, um aukið fjármagn til bókakaupa fyrir jólin 2022 að upphæð 150.000,-

 

Óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 upp á 150.000 kr til bókakaupa fyrir jólin.

Sveitarstjórn samþykkir beiðnina. Upphæðin er tekin af handbæru fé.

 

   

6.

Kvennaathvarf - 2006009

 

Erindi sem frestað var afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 11. október 2022. Kvennaathvarf óskar eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2022.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð 200.000,- fyrir árið 2022.

 

   

7.

Afreksstyrkir - 2205002

 

Styrkbeiðni.

 

Sveitarstjórn synjar styrkbeiðninni. Sveitarstjóra falið að svara umsækjendum.

 

   

8.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra HNE - eftirlitsaðili með dýrahaldi og frumframleiðslu - 2010002

 

Uppfærður samstarfssamningur HNE til umfjöllunar

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við uppfærðan samstarfssamning.

 

   

9.

Fjárhagsáætlun HNE 2023 - 2208016

 

Fjárhagsáætlun HNE til umfjöllunar.

 

Lögð fram til umfjöllunar.

 

   

10.

Velferðar- og skólaþjónusta, verkefnistillaga ráðgjafa - 2211002

 

Lögð voru fram drög að samningi og verkefnistillögu KPMG varðandi skoðun á sameiginlegri velferðar- og skólaþjónustu og stöðu mála í dag.

 

Sveitarstjórn samþykkti að Svalbarðsstrandarhreppur verði aðili að verkefninu og greiði kostnað við það í samræmi við íbúatölu.

 

   

11.

Fjárhagsáætlun 2023-2026 - Fyrri umræða - 2208014

 

Lög fram tillaga til fyrri umræðu að fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026.

 

Tillaga tekin til umræðu og samþykkt samhljóða. Tillögunni er vísað til síðari umræðu sem áætluð er 22. nóvember.

 

   

12.

Fundargerð stjórnar SSNE 2022 - 2208013

 

Fundargerðir SSNE nr. 42 og nr. 43 lagðar fram til kynningar

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

3.

Heiðarbyggð 35 - 2211003

 

Sótt er um byggingarleyfi vegna einbýlishúss á lóðinni Heiðarbyggð 35. Óskað er eftir að frávik frá deiliskipulagi sé samþykkt þar sem fyrirhuguð bygging er að hluta utan skilgreinds byggingarreits.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Gísla Guðlaugssyni sem óskar eftir að skipulagsskilmálum lóðarinnar Heiðarbyggð 35 sé breytt vegna byggingaráforma á lóðinni. Frávik frá gildandi skipulagsskilmálum felast í að fyrirhugað hús yrði 150 fm með flötu þaki.
Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningarinnar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við byggingaráformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.