Sveitarstjórn

105. fundur 10. janúar 2023 kl. 13:00 - 15:52 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hann Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson byggingarfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Hulduheimar 17 - 2211001

 

Grenndarkynningartímabili vegna deiliskipulagsbreytingar á lóð nr. 17 í landi Halllands (Hulduheimar 17) lauk 15. desember sl. og barst eitt erindi vegna málsins. Sveitarstjórn fjallar um athugasemdir sem fram koma í erindinu.

 

Sveitarstjórn telur að þó að metnaðarfull byggingaráform í sveitarfélaginu séu almennt fagnaðarefni þá séu byggingaráformin sem eru tilefni hinnar grenndarkynntu deiliskipulagsbreytingar talsvert mikið umfangsmeiri en gert er ráð fyrir samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Sveitarstjórn samþykkir að fela framkvæmdaraðilanum að draga úr umfangi byggingaráformanna með að útfæra húsið þannig að það nái ekki út fyrir byggingarreit sunnan megin, eða að draga úr sjónrænum áhrifum af framkvæmdinni á annan jafn góðan hátt. Að loknum úrbótum skuli uppfærð hönnunartillaga lögð fyrir sveitarstjórn til umfjöllunar. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.

 

   

3.

Umsögn um tækifærisleyfi - 1801004

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um veitingu á tækifærisleyfi þann 11. febrúar 2023 í Valsárskóla (þorrablót)

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt tækifærisleyfi verði veitt.

 

   

4.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Endurskoðuð húsnæðisáætlun lögð fram til samþykktar.

 

Málinu frestað til næsta fundar

 

   

5.

Afreksstyrkir - 2205002

 

Tillaga að reglum um styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða ungmenna og afreksíþróttafólks

 

Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar.

 

   

6.

Skólanefnd - 24 - 2212002F

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð skólanefndar.

 

6.1

2102013 - Sumarlokun leikskólans Álfaborgar 2021

   
 

6.2

1204004 - Inntaka barna í leikskólanum Álfaborg

   
 

6.3

2104002 - Innra mat - Valsárskóli

   
 

6.4

2104002 - Innra mat - Valsárskóli

   

 

   

7.

2022 fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

280. og 281. fundargerððir stjórnar Norðurorku lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

8.

2022 fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 48 og 49 lagðar fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

Eftirfarandi mál var tekið fyrir á fundinum sem tengjist Svalbarðsstrandarhreppi.
Heiðarbyggð 26 - frístundahús til flutnings 2022 - 2211010
Reyniber ehf. kt. 141214-0280, Rauðumýri 18 600 Akureyri, sækir um byggingarheimild vegna 49,5 fm aðflutts frístundahúss sem koma á fyrir á lóðinni Heiðarbyggð 26 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Þóri Guðmundssyni hjá Teiknustofu Þ. Guðmundsson dags. 2022-09-25.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

9.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

915. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

2.

Umsókn um stöðuleyfi í Höfn - 2301001

 

Soffía Friðriksdóttir og Stefán Þengilsson sækja um stöðuleyfi fyrir hús á hjólum í Höfn.

 

Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum vegna áformana, þar með talið viðeigandi teikningar af húsi og fjarlægð frá landamerkjum.