Sveitarstjórn

111. fundur 04. apríl 2023 kl. 13:00 - 15:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur Jensson oddviti
  • Anna Karen Úlfarsdóttir varaoddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Ársreikningur 2022 - 2303009

 

Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2022 lagður fram til samþykktar, fyrri umræða.

 

Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi KPMG, fór yfir ársreikninginn.

Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.

 

   

2.

Athafnahúsnæði - 2303010

 

Erindi frá Óðni Ásgeirssyni og Birki Erni Stefánssyni. Ósk um lóð fyrir athafnahúsnæði á Svalbarðseyri.

 

Endurskoðun á nýju aðalskipulagi er í gangi og meðfram þeirri vinnu verður uppfært deiliskipulag fyrir Svalbarðseyri. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að boða málsaðila til fundar.

 

   

3.

Stjórnsýsluskoðun Svalbarðsstrandarhrepps - 1903010

 

Stjórnsýsluskoðun KPMG fyrir árið 2022 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

Skólanefnd - 25 - 2302004F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar góðum niðurstöðum Skólapúlsins og vill hrósa skólastjórnendum og starfsfólki skólans fyrir gott starf.

 

4.1

2004013 - Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar

   
 

4.2

2104002 - Innra mat - Valsárskóli

   
 

4.3

1204004 - Inntaka barna í Álfaborg

   
 

4.4

2303008 - Sérfræðiþjónusta í Valsárskóla

   

 

   

5.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð nr. 920 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

6.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerðir stjórnar Norðurorku nr 283 og 284 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

7.

Minjasafnið á Akureyri, fundargerð - 2110002

 

Fundargerðir stjórnar Minjasafns nr. 6 og 7 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

8.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 51 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar. Á fundinum var skipaður aðalfulltrúi í stjórn Símey frá Svalbarðsstrandarhreppi fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði utan Akureyrarbæjar. Árný Þóra Ágústdóttir formaður skólanefndar var skipuð líkt og tilgreint er í bókun við mál 3 á fundi nr. 51 sem má sjá hér fyrir neðan:

3. Skipan í stjórn SÍMEY
Borist hefur beiðni um að SSNE skipi aðal- og varafulltrúa, karl og konu, í stjórn SÍMEY til tveggja ára. Þetta snýr að sveitarfélögunum í Eyjafirði, utan Akureyrarbæjar. Stjórn samþykkir að skipa Árný Þóru Ágústsdóttur, Svalbarðsstrandarhreppi sem aðalfulltrúa og Þorgeir Rúnar Finnsson, Grýtubakkahreppi sem varafulltrúa í stjórn SÍMEY til næstu tveggja ára.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.