Sveitarstjórn

116. fundur 04. júlí 2023 kl. 13:00 - 16:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson formaður
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Meyjarhóll nýjar lóðir - 2306005

 

Mál sem var frestað á 115. fundi og óskað eftir frekari gögnum.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Mána Guðmundssyni sem óskar eftir skráningu lóða í landi Meyjarhóls.

Sveitarstjórn bendir á að nú standi yfir gerð rammahluta aðalskipulags vegna þróunar byggðar í Vaðlaheiði og ofangreindar lóðir séu innan þess svæðis sem sú vinna tekur til. Starfshópur skipulagsverkefnisins ályktaði gegn skráningu ofangreindra lóða að svo komnu máli með vísan til yfirstandandi skipulagsvinnu og einnig til jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Sveitarstjórn telur því ekki rétt að skrá lóðirnar að svo komnu máli heldur beri að taka erindið fyrir á vettvangi rammahluta aðalskipulags, líkt og önnur fyrirliggjandi erindi af sama toga.

 

   

2.

Ytri-Varðgjá Baðstaður - 2012005

 

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. maí sl. að vísa drögum að aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna breytingar á deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svalbarðsstrandarhreppur er góðfúslega beðinn um að koma með umsögn um tillögurnar

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Eyjafjarðarsveit vegna kynningar aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi vegna fyrirhugaðs hótels í landi Ytri-Varðgjár. Skipulagstillögurnar eru unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 2. maí 2023.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.

 

   

3.

Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnhlíð 3 - 2306014

 

Beiðni um breytingu á aðalskipulagi á landi Sunnuhlíðar nr. 3

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Valtý Hreiðarssyni sem kynnir áform um nýja frístundalóð í landi Sunnuhlíðar. Áformin kalla á að landnotkunarflokki lóðarinnar yrði breytt út landbúnaðarlandi í frístundabyggð og fer Valtýr fram á að sveitarstjórn taki afstöðu til slíkrar breytingar.
Sveitarstjórn sér á þessu stigi málsins ekkert því til fyrirstöðu að landnotkunarflokki umrædds svæðis sé breytt í aðalskipulagi sveitarfélagsins, enda er svæðið flokkað sem landbúnaðarland L3 í gildandi aðalskipulagi. Í þeirri flokkun aðalskipulagssins felst að landið telst tiltölulega erfitt til ræktunar og að þar komi til greina frekari uppbygging frístundabyggðar en þegar er orðin (greinargerð Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, kafli 4.3.3). Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipualagi vegna verkefnisins.

 

   

4.

Vaðlabrekka 1 - beiðni um frávik frá deiliskipulagi - 2112008

 

Grenndarkynning vegna byggingaráforma í Vaðlabrekku 1 er lokið. Eitt erindi barst. Sveitarstjórn fjallar um erindið.

 

Grenndarkynningu deiliskipulagsbreytingar vegna breyttra lóðarmarka, stækkunar á byggingarreit og færslu hreinsivirkis fráveitu á lóðinni Vaðlabrekku 1 lauk 8. júní sl. og barst eitt erindi vegna málsins. Sendendur erindisins eru Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson og Hrefna Frímann lóðarhafar í Vaðlabrekku 2. Í erindinu er fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu andmælt með vísan til neikvæðra áhrifa á útsýni og fjarlægð að öðrum húsum og mögulegs fordæmisgildis breytingarinnar. Auk þess eru settar fram athugasemdir við framkvæmd og afgreiðslu grenndarkynningar sem fram fór vegna byggingaráforma á lóðinni Vaðlabrekku 1 í janúar og febrúar 2022 og afgreidd var í sveitarstjórn 22. mars 2022.
Sveitarstjórn áréttar að gild og málefnaleg rök hafi legið að baki grenndarkynningu vegna Vaðlabrekku 1 sem afgreidd var í sveitarstjórn 22. mars 2022 og að framkvæmd hennar og afgreiðsla hafi verið í samræmi við skipulagslög. Sveitarstjórn hefur skilning á þeim grenndarhagsmunum sem sendendur víkja að í bréfi sínum. Sveitarstjórn samþykkir að fallið skuli frá hliðrun byggingarreits sem fram kom í hinni grenndarkynntu deiliskipulagstillögu. Sveitarstjórn samþykkir ennfremur að hæsti punktur á þakvirki húss á lóðinni skuli vera í 90,5 m hæð, eða 0,5 m lægri en samþykkt var við afgreiðslu fyrri grenndarkynningar á lóðinni þann 22. mars 2022. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsskilmálum lóðarinnar Vaðlabrekku 1 skuli breytt samkvæmt þeim þáttum breytingartillögu sem eftir standa, þ.e.a.s. að lóðarmörkum lóðarinnar skuli breytt að austanverðu og að gera skuli ráð fyrir hreinisvirki fráveitu sunnan húss. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.

 

   

5.

Göngu- og hjólastígur framkvæmd. - 2111010

 

Farið yfir verkáætlun vegna framkvæmda í göngu- og hjólastíg í Vaðlareit.

 

Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri fór yfir stöðu framkvæmda í göngu- og hjólastíg í Vaðlareit.

 

   

6.

Húsnæðismál skóla í Svalbarðsstrandarheppi - 2306011

 

Greining á framtíðarþörf húsnæðis tengt skólamálum lögð fram til kynningar.

 

Skólastjórar Álfaborgar, Bryndís Hafþórsdóttir og Valsárskóla, María Aðalsteinsdóttir, mættu á fundinn og kynntu greiningarvinnu þeirra um húsnæðisþörf skólanna tveggja til framtíðar.

Sveitarstjórn þakkar skólastjórnendum fyrir vinnu sína og mun nýta hana á næstu stigum.

 

   

7.

Sorphirða - 2210004

 

Lögð fram tillaga um greiningarvinnu vegna nýrra laga um úrgangsmál. Tillagan gerir ráð fyrir samvinnu fimm sveitarfélaga á Eyjafarðarsvæðinu um vinnuna.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu með hinum fjórum sveitarfélögunum og koma greiningarvinnunni af stað sem fyrst.

 

   

8.

Erindi frá Hárinu 1908 fyrir viðburði - 2208007

 

Hárið 1908 ehf. óskar eftir styrk frá sveitarstjórn til að skipulegga bæjarhátíð með sama sniði og gert var 2022.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir kostnaðaráætlun við framkvæmd hátíðarinnar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

 

   

9.

Ákall um fjölskylduvænna sveitarfélag - 2306010

 

Erindi frá Maríönnu Lind Garðarsdóttir til sveitarstjórnar um breytingar á inntökuskilyrðum barna í leikskóla.

 

Sveitarstjórn vísar málinu til skólanefndar og óskar eftir umsögn.

 

   

10.

Endurheimt votlendis - 2306009

 

Skýrsla Smára Lúðvíkssonar hjá SSNE um endurheimt votlendis lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.

Líforkuver - 2302006

 

Lagt fram erindi frá SSNE ásamt drögum að viljayfirlýsingu vegna áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir viljayfirlýsinguna fyrir sitt leyti.

 

   

12.

Umsókn um leyfi til reksturs Gististaðir í Flokkur II-H frístundahús - 2306013

 

Umsókn um leyfi til reksturs Gististaðir í Flokkur II. KB15 ehf sækir um áframhaldandi leyfi en reksturinn sem sótt er um leyfi fyrir er staðsettur í Kotabyggð 15 og 16.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn KB15 ehf, kt. 5412170290 um gistileyfi.

 

   

13.

Umsókn um leyfi til reksturs Gististaðir í Flokkur II-C Minna gistiheimili - 2306012

 

Umsókn um leyfi til reksturs Gististaðir í Flokkur II. Stompur ehf sækir um leyfið og mun reksturinn vera í Þórsmörk.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umsókn Stomps ehf, kt. 6408201520 um gistileyfi en vekur athygli á að fasteignaskattur á eigninni verði færður úr flokk A í C vegna úthlutunar leyfisins.

 

   

14.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 56 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál var tekið fyrir er tengist Svalbarðsstrandarhreppi.
1. Veigahvammur 2 - einbýlishús 2023 - 2306001
Smíðastubbur ehf. kt. 430220-0550, Margrétarhaga 7, 600 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 237,7 fm einbýlishúss á lóðinni Veigahvammi 2 í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ara Færseth hjá HSÁ teiknistofu dags. 2023-06-01.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu erindisins.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

15.

Félagsmálanefnd - 22 - 2306001F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

15.1

1402008 - Félagsstarf eldri borgara

   
 

15.2

1204001 - Yfirlit yfir veitta félagsþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi

   
 

15.3

1908004 - Jafnréttisáætlun 2022-2026

   

 

   

16.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 31 - 2306002F

 

Lagt fram til kynningar

 

16.1

2303003 - Umhverfisdagur 2023

   
 

16.2

2303004 - Atvinnuhúsnæði

   
 

16.3

2306007 - Fjárhagsáætlun 2024

   
 

16.4

2306006 - Landnýting við Tungutjörn

   
 

16.5

2306008 - Áskorun umhverfis- og atvinnumálanefndar

   
 

16.6

2301002 - Umhverfisviðurkenning Svalbarðsstrandarhrepps

   

 

   

17.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023 - 2204002

 

Fundargerð Tónlistarskólans í Eyjafirði nr. 142 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

18.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 53 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

19.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 287 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

20.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2023 - 2201013

 

Fundargerðir nr. 925 til 931 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

21.

Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin - 2006001

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær yfir nýtt athafnasvæði norðan Svalbarðseyrarvegar.

 

Á 113. fundi sveitarstjórnar þann 9. maí sl. var sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með Landslagi og undirbúa bréf með uppsögn á leyfum fyrir gáma á gámasvæði.

Farið var yfir tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nær yfir nýtt athafnasvæði norðan Svalbarðseyrarvegar, sveitarstjóra falið að vinna með málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.