Sveitarstjórn

120. fundur 03. október 2023 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson formaður
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnhlíð 3 - 2306014

 

Fyrir fundinum liggur aðalskipulagslýsing vegna Sunnuhlíðar sem unnin var að beiðni sveitarstjórnar á fundi nr.116.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa skipulagslýsingunni í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

2.

Deiliskipulagsbreyting Ytri-Varðgjá - 2309008

 

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 31. ágúst 2023 að vísa skipulagslýsingu, vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, í kynningarferli skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær yfir 16,2 ha svæði í landi Ytri-Varðgjár sem í gildandi Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er að mestu skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB12 og að litlum hluta sem skógræktar- og
landgræðslusvæði. Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu 30-40 íbúðarhúsa með aðkomu frá Veigastaðavegi.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps gerir ekki athugasemd við deiliskipulagsbreytingar Ytri-Varðgjár og tilheyrandi breytingum á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar á þessu stigi máls.

 

   

3.

Túnsberg - 2106004

 

Erindi frá Helga Laxdal,beiðni um byggingarreit fyrir bogahús á lóðinni Túnsberg.

 

Sveitastjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verður að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.

 

   

4.

Aflið - Beiðni um fjárstuðning - 1711008

 

Erindi frá Aflinu, vegna aukinnar aðsóknar í þjónustu Aflsins, samtaka fyrir þolendur ofbeldis, óska samtökin eftir styrk.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð 150.000 kr.

 

   

5.

Eyrargata 6 - 2309011

 

Lóðarhafar Eyrargötu 6 (Sunnuhvoll) óska eftir gerð nýs lóðarleigusamnings við Svalbarðsstrandarhrepp.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Eyrargata 6 (Sunnuhvoll) L153015 til núverandi lóðarhafa:

Árni Stefánsson 101053-3429
Gunnhildur Stefánsdóttir 040452-4789
Ólöf Stefánsdóttir 200565-3129
Páll Stefánsson 250360-4609
Sigrún Stefánsdóttir 190347-3709
Sigurbjörg Jónsdóttir 070856-4419

 

   

6.

Sveitarfélög vegna mótun málstefnu - 2309010

 

Innviðaráðuneyti, erindi um mótun málstefnu.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

Samb. ísl. sveitarfélaga, forsendur fjárhagsáætlana - 2309009

 

Samb. ísl. sveitarfélaga, forsendur fjárhagsáætlana

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 32 - 2309003F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

8.1

2309006 - Verkefni SSNE veturinn 2023-24

 

Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 32

 

Kristín Helga Schiöth mætti á fundinn fyrir hönd SSNE til að kynna þau verkefni sem er í gangi hjá samtökunum í vetur.

   
 

8.2

2309003 - Fjárhagsáætlun 2024-2027

 

Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 32

 

Vinna að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 er hafin. Farið yfir gjaldaliði umhverfis og atvinnumála 2023 og drög að gjaldskrá í sorphirðu sem er tekur mið af "borgað þegar hent er".

Búinn til listi af verkefnum sem eiga heima í áætlun 2024 og inn á þriggja ára áætlun 2025-2027.

   
 

8.3

2309007 - Öryggismál við Grenivíkurveg

 

Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 32

 

Umhverfis- og atvinnumálanefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af aðstæðum sem hafa skapast við Grenivíkurveg vegna aukinnar aðsóknar í mengað affallsvatn úr Vaðlaheiðargöngum. Nefndin vill hvetja þær stofnanir sem þetta mál snertir að koma í veg fyrir hættu sem skapast þarna sem og að upplýsa hvers lags vatn það er sem baðgestir eru að sækja í.

   
 

8.4

2301002 - Umhverfisviðurkenning Svalbarðsstrandarhrepps

 

Niðurstaða: Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 32

 

Lokað hefur verið fyrir tilnefningar til Umhverfisviðurkenningar Svalbarðsstrandarhrepps 2023 og barst fjöldi tilnefninga inn til nefndarinnar.

Í flokki fyrirtækja/stofnana hefur nefndin valið Safnasafnið og í flokki heimila hefur nefndin valið Fossbrekku.

Nefndin óskar hlutaðeigandi innilega til hamingju. Stefnt er að afhendingu viðurkenninga síðar í mánuðinum.

   

 

   

9.

Skólanefnd - 27 - 2309004F

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

9.1

2309003 - Fjárhagsáætlun 2024-2027

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 27

 

Skrifstofustjóri mætti undir liðinn og fór yfir þá þjónustu sem veitt er í skólum Svalbarðsstrandarhrepps. Vakin var athygli á því að sveitarfélagið veitir margþætta og góða þjónustu án endurgjalds, t.d. fjóra vistunartíma elsta árgangs leikskólans, ferð í skólabúðir á Reykjum, hádegis- og morgunmat í grunnskólanum og hádegismatur i leikskólanum. Vísum jafnframt til sveitarstjórnar að huga að gjaldfrelsi morgunhressingar í leikskólanum til samræmis við grunnskólann.

   
 

9.2

2010009 - Starfsáætlun Valsárskóla

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 27

 

Starfsáætlun Valsárskóla staðfest.

   
 

9.3

2010009 - Starfsáætlun Valsárskóla / Álfaborgar

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 27

 

Starfsáætlun Álfaborgar 2023-2024 staðfest.

   
 

9.4

2109015 - Réttur á skólavistun - staðfesting

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 27

 

Málinu frestað til næsta fundar.

   
 

9.5

2104005 - Ytra mat Valsárskóla 2021

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 27

 

Skólanefnd hrósar skólastjóra og kennurum fyrir vel unnin störf og skýra framsetningu á ferli og niðurstöðum.

   
 

9.6

2004013 - Skóladagatal allra deild Valsárskóla og Álfaborgar

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 27

 

Skólanefnd samþykkir breytingu á skóladagatali 2023-2024.

   
 

9.7

2306010 - Ákall um fjölskylduvænna sveitarfélag

 

Niðurstaða: Skólanefnd - 27

 

Á meðan að leikskólinn getur tekið á móti öllum börnum sem foreldrar óska eftir að fái pláss á leikskólanum telur skólanefnd að ekki sé þörf á að veita heimagreiðslur til foreldra. Skólanefnd telur að leikskólinn leggi áherslu á að veita góða þjónustu og mæta þörfum einstaklinga eins og hægt er. Starfsfólk á Hreiðri á hrós skilið fyrir faglega, stöðuga og ástríka umönnun.

 

Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar um að á meðan leikskólinn getur tekið á móti öllum börnum sem foreldrar óska eftir að fái pláss á leikskóla sé ekki þörf á að veita heimgreiðslur til foreldra.

 

   

10.

Félagsmálanefnd - 23 - 2309002F

 

Fundargerð félagsmálanefndar lögð fram til kynningar.

 

10.1

2309003 - Fjárhagsáætlun 2024-2027

 

Niðurstaða: Félagsmálanefnd - 23

 

Fjárhagsstaða málaflokks: 02 Félagsþjónustu lögð fram til kynningar.

   
 

10.2

2309005 - Trúnaðarmál

 

Niðurstaða: Félagsmálanefnd - 23

 

Fært í trúnaðarbók.

   

 

   

11.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr 60 lögð fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir er tengjast Svalbarðsstrandarhreppi.

Bakkatún 12-14 - raðhús 2023 - 2309003
Sigurgeir Svavarsson ehf. kt. 680303-3630, Njarðarnesi 4 603 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar fjöggurra íbúða raðhúss alls 353,6 fm á lóðinni Bakkatúni 12-14 á Svalbarðseyri. Erindinu fylgja uppdrættir frá Yngva Ragnari Kristjánssyni dags. 2023-09-07.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Bakkatún 8 - einbýlishús 2023 - 2307018
Hannes Örn Brynjarsson kt. 060587-4189, Lautarsmára 12 201 Kópavogi, sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar 250,0 fm einbýlishúss á lóðinni Bakkatúni 8 á Svalbarðseyri. Erindinu fylgja uppdrættir frá Ragnari Yngva Kristjánssyni dags. 2023-08-28.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Hallland lóð - niðurrif tækjahúss 2023 - 2309005
Margmiðlunarfélagið Fróði ehf. kt. 660702-2370, Þingvallastræti 2 600 Akureyri, sækir um byggingarleyfi vegna niðurrifs tækjahúss á lóðinni Hallandi Lóð (L178251) í Svalbarðsstrandarhreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

12.

Fundargerðir HNE - 2208016

 

Fundargerð stjórnar HNE nr.231 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

13.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 54 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

14.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenska sveitarfélaga nr. 932 og 932 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

15.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr.289 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

16.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð 281. fundar Hafnarsamlags Norðurlands lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

17.

Tónlistarskóli Eyjafjarðar - fundargerðir 2023 - 2204002

 

Fundargerð skólanefndar Tónlistaskóla Eyjafjarðar nr. 143 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.