Sveitarstjórn

123. fundur 14. nóvember 2023 kl. 14:00 - 15:40 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir starfandi oddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson Skipulags og byggingarfulltrúi SBE
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnhlíð 3 - 2306014

 

Frestur til að skila inn athugasemdum vegna skipulagslýsingu í Sunnuhlíð 3 frístundabyggð sem felur í sér breytingu á gildandi aðalskipulagi rann út 1. nóvember síðastliðinn. Farið yfir þær athugasemdir sem bárust.

 

Kynningu skipulagslýsingar vegna aðal- og deiliskipulagsbreytingar í landi Sunnuhlíðar lauk 1. nóvember sl. og bárust sex erindi vegna málsins.
Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.

 

   

2.

Hallland 7 - 2311003

 

Júlía Helgadóttir fyrir hönd eiganda lóðarinnar Halllands 7 óskar eftir leyfi til að deiliskipuleggja lóðina.

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Helga Guðmundssyni þar sem farið er fram á heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag fyrir eitt einbýlishús á lóðinni Halllandi 7 (L222164) sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðin er á svæði sem í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins er auðkennt sem íbúðarsvæði ÍB21.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið enda er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Sveitarstjórn bendir þó á að byggingaráformin eru háð undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar íbúðarhúss frá tengivegi auk þess sem aðkoma að lóðinni er alfarið háð samþykki eigenda aðliggjandi lóða. Sveitarstjórn er fyrir sitt leyti samþykk því að hús á lóðinni standi nær þjóðvegi en fram kemur í grein 5.3.2.5.d í skipulagsreglugerð og felur skipualgsfulltrúa að afla undanþágu ráðherra vegna þess. Sveitarstjórn kallar auk þess eftir samþykki eiganda aðliggjandi lóðar vegna aðkomu að lóðinni. Ef unnt reynist að afla ofangreindra heimilda heimilar sveitarstjórn landeiganda að vinna deiliskipulag fyrir eitt einbýlishús skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga.

 

   

3.

Erindi frá Vetraríþróttamiðstöð Íslands - 2311001

 

Erindi frá SSNE, um Vetraríþróttamiðstöð Íslands.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur jákvætt í erindið, en telur ýmsar forsendur og upplýsingar skorta svo hægt sé að taka afstöðu til málsins.

 

   

4.

Barnaverndarmál - Akureyrarbær - 2103013

 

Frá Akureyrarbæ, samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu, fyrri umræða.

 

Samningnum vísað til síðari umræðu.

 

   

5.

Um innviði fyrir orkuskipti - 2311002

 

Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, um innviði fyrir orkuskipti.

 

Erindi lagt fram til kynningar

 

   

6.

Fjárhagsáætlun 2024-2027 - 2309003

 

Farið yfir gjaldskrár og álagningarprósentur staðfestar.

 

Farið yfir gjaldskrár og álagningarprósentur.

Útsvarshlutfall, fasteignaskattur, lóðarleiga og fráveitugjald staðfest fyrir árið 2024.

Útsvarshlutfall 14,74%
Fasteignaskattur, A stofn 0,42 %
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum
Fasteignaskattur, C stofn 1,40 %
Fráveitugjald 0,22 %
Lóðarleiga 1,5 %

 

   

7.

Jólaaðstoð – styrktar beiðni frá góðgerðarsamtökum við Eyjafjörð - 1611017

 

Velferðasjóður Eyjafjarðarsvæðis - Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna jólaðastoðar á vegum sjóðsins.

 

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja jólaaðstoðina um 250.000 kr. Fjárhæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar 2023.

 

   

8.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerðir stjórnar SBE, dags. 12.okt og 26. okt 2023.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

9.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 62 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð aðalfundar SBE lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

11.

Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022 - 2201007

 

Fundargerðir stjórnar SSNE nr.56lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

 

 

 

 

12.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr.936 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

13.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.