Sveitarstjórn

124. fundur 28. nóvember 2023 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Stefán Ari Sigurðsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Bakkatún 2 - umsókn um stækkun svala - 2311005

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Arnari Björnssyni lóðarhafa Bakktúns 2, ósk um stækkun á svölum til suðurs.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu skuli skeytt saman við deiliskipulagsbreytingu sem í vinnslu er vegna stækkunar og nýrrar aðkomu að Bakkatúni 2. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.

 

   

2.

Geldingsárhlíð 1 - beiðni um breytt staðfang - 2311006

 

Regína Ingunn Fossdal sækir um breytingu á staðfangi úr Geldingsárhlíð 1 í Sólstafir.

 

Sveitarstjórn samþykkir einróma.

 

   

Bjarni Þór Guðmundsson og Stefán Ari Sigurðsson viku af fundi undir þessum lið.

3.

Kaup á landi - 2311007

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps vill kanna möguleika á að kaupa spildu úr landi Svalbarðs nr. 152941

 

Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Guðmund Stefán Bjarnason og Önnu Sólveigu Jónsdóttur eigendur af landi nr. 152941.

 

   

4.

Fjárhagsáætlun 2024-2027 - 2309003

 

Seinni umræða fjárhagsáætlunar 2024-2027

 

Frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 með áorðnum breytingum á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgigögnum.
Helstu niðurstöður;
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um 25.472.000 kr.
Rekstrartekjur eru 702.994.000 kr.
Rekstrargjöld eru 674.754.000 kr.
Fjármagnsgjöld 2.769.000 kr.
Handbært fé í árslok 62.363.000 kr.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta eru kr. 232.500.000 kr og árin 2025-2027 kr. 457.500.000 kr. . Áætlaðar framkvæmdir og fjárfestingar 2024-2027 eru kr. 690.000.000 kr.
Lántaka ársins 2024 er áætlið 60.000.000 kr. Ekki er áætluð frekari lántaka á tímabilinu.
Veltufé frá rekstri fyrir Samstæðuna A- og B- hluta árið 2024 er áætlað kr. 71.351.000 kr og handbært fé frá rekstri kr. 71.808.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.

Tekjumörkum hjóna og einstaklinga í reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá Svalbarðsstrandarhreppi voru hækkuð eftirfarandi:

Tekjumörk einstaklinga hækkuð um 4 %
Tekjumörk hjóna hækkuð um 7 %

Gjaldskrárbreytingar voru jafnframt lagðar fram til samþykktar:

Gjaldskrá fyrir sorphirðu verður eftirfarandi og taka breytingar á gjaldskrá mið á borgað þegar hent er kerfinu sem sveitarfélögum er skylt að rukka eftir.

Gámasvæðisgjald 26.850 kr.
240 l grá tunna 11.632 kr.
240 l pappa/plast tunna 6.879 kr.
30 l lífræn 8.624 kr.
660 l grá tunna 21.263 kr.
660 l pappa/plast 11.758 kr.
240 l lífræn 26.742 kr.
1000 l grá tuna 29.895 kr.
1000 l pappa/ plast 15.637 kr.
Tæmingargjald 13.000 kr.
Gámasvæðisgjald fyrirtæki/býli A 77.032 kr.
Gámasvæðisgjald fyrirtæki/býli B 145.920 kr.
Gámasvæðisgjald fyrirtæki/býli C 313.113 kr.

Gripagjald nauta, sauðfjár og hrossa hækkar um 15 %
Rotþróargjald hækkar um 7 % - lágmarksgjald sem greitt er, er hækkað upp í 4000 kr.

Hætt verður að rukka fyrir hressingu í leikskóla og skólavistun. Gjaldskrá 2024 verður eftirfarandi:

Leikskóli:
Tímagjald 4.512 kr.

Skólavistun:
Tímagjald 546 kr./klst
Afsláttur er óbreyttur.

Salaleiga 2024:

Matsalur 80.000 kr.
Íþróttasalur og matsalur 150.000 kr.
Sundlaugarleiga 55.000

Eftirfarandi styrkir voru hækkaðir fyrir 2024.

Frístundastyrkur barna og unglinga er 60.000 kr
Frístundastyrkur aldraðra er 20.000 kr.
Húsaleigubætur einstaklinga á aldrinum 15-17 ára er 25.000 kr. en þó aldrei meira en 2/3 af leiguverðinu.
Hreyfistyrkur starfsmanna Svalbarðsstrandarhrepps er 15.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrárbreytingar og hækkun styrkja og taka breytingarnar gildi 1. janúar 2024.

 

   

5.

Viðaukar 2023 - 2306003

 

Viðauki 3 við Fjárhagsáætlun 2023-2026 lagður fram til samþykktar.

 

Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023.

Fjárfesting í göngu og hjólastíg er lækkuð um 21.800.000 kr. þar sem verklok eru áætluð 2024 en jafnframt er aukin heimild hreppsins til tækjakaupa fyrir Áhaldahúsið um 18.500.000. 3.300.000 kr. færast til hækkunar á handbæru fé.
Samþykkt að Leiguíbúðir greiði upp lán upp á 67.900.705 kr. við Aðalsjóð. Áhrif af uppgreiðslu lánsins eru engin á AB hluta.

Sveitarstjórn samþykkti viðauka 3 við fjárhagsáætlun ársins 2023 sem gerir ráð fyrir að rekstaraniðurstaðan verði jákvæð sem nemur 23.290.000 kr.

 

   

6.

Fundargerðir HNE - 2208016

 

Fundargerð stjórnar HNE nr. 32 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

7.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 292 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

8.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 63 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

9.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð sambands íslenskra sveitarfélaga nr.937 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Barnaverndarmál - Akureyrarbær - 2103013

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar við síðari umræðu.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.