Sveitarstjórn

126. fundur 15. desember 2023 kl. 16:45 - 17:15 r
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Stefán Ari Sigurðsson
  • Inga Margrét Árnadóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir oddviti
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Valsárhverfi - gatnagerð 3. áfangi - 2311004

 

Farið yfir þau tilboð er bárust í framkvæmd vegalagningar Bakkatún 3. áfangi. ásamt öðrum gögnum er liggja fyrir.

 

Kynntar eru niðurstöður af yfirferð tilboða vegna framkvæmda við Bakkatún, 3. áfanga ásamt minnisblaði ráðgjafa sveitarfélagsins. Upplýst er að við yfirferð tilboða hafi verið kallað eftir upplýsingum frá lægstbjóðanda sem og næstlægstbjóðanda. Þá gera sveitarstjóri og oddviti grein fyrir því að þeir hafi ásamt öðrum kaupendum setið fundi þar sem fjallað var um yfirferð tilboðanna.
Eftir yfirferð yfir gögn málsins og umræður er það mat sveitarstjórnar að tilboð lægstbjóðanda sé ekki aðgengilegt, einkum vegna þess að upplýsingar frá bjóðanda gefa til kynna að hann sé ekki í stakk búinn að axla verkefni, m.a. þar sem hann ræður ekki yfir nauðsynlegum tækjum, mannafla og né gæðakerfi til að tryggja að framkvæmd verksins verði í samræmi við kröfur sem gerðar verði til verktaka verksins. Því ákveður sveitarstjórn að hafna tilboði frá lægstbjóðanda. Eftir yfirferð upplýsinga um næstlægstbjóðanda telur sveitarstjórn að tilboð hans fullnægi kröfum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn ákveður að gengið skuli til samninga við næstlægstbjóðanda og veita honum verkið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samstarfi við verkfræðistofu og lögmannsstofu sveitarfélagsins að kynna bjóðendum og öðrum þátttakendum í innkaupunum ákvörðun sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundinum. Sveitarstjóra jafnframt veitt umboð til að undirrita nauðsynlegar tilkynningar, samninga og skjöl vegna þess.

 

   

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

2.

Samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar - 2212004

 

Ríki og sveitarfélög undirrituðu föstudaginn 15.12.2023 samkomulag um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Óskað er eftir því að sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps staðfesti að nýju útsvarsprósentu Svalbarðsstrandarhrepps 2024 með tilliti til breytinganna.

 

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir að hækka útsvar sveitarfélagsins úr 14,74 % í 14,97 %.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.