Sveitarstjórn

127. fundur 16. janúar 2024 kl. 14:00 - 15:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrí SBE
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

1.

Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnhlíð 3 - 2306014

 

Kynningu ASK-tillögu á vinnslustigi vegna frístundabyggðar í Sunnuhlíð lauk 8. janúar sl. og bárust átta umsagnir og athugasemdir.

 

Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.

 

   

2.

Bakkatún 2 - umsókn um stækkun svala - 2311005

 

Grenndarkynning vegna erindis frá Arnari Björnssyni lóðarhafa Bakkatúns 2, um stækkun á svölum lauk 5. janúar sl og barst ein athugasemd.

 

Grenndarkynningartímabili lauk 26. desember 2023 og barst eitt erindi á grenndarkynningartímabilinu. Erindið sendi Guðmundur Emilsson Bakkatúni 4. Í erindinu er gerð athugasemd við að sveitarstjórn heimili svona stórar svalir þegar minni stækkun var heimiluð þegar sambærilegt erindi var sent vegna Bakkatúns 4.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn samþykkir að lóðarhafa við Bakkatún 2 verði veitt sama svigrúm gagnvart skipulagsskilmálum og fordæmi eru um í Bakkatúni 4.

 

   

3.

Veigahall 2 - beiðni um breytingu á deiliskipulagi - 2401001

 

Erindi frá Þórði Tómassyni,beiðni um breytingu á deiliskipulagi á lóð Veigahall 2.

 

Sveitarstjórn bendir á að byggingaráformin víkja frá skilmálum gildandi deiliskipulags að verulegu leyti og synjar því erindinu.

 

   

4.

Veigahall 8 - beiðni um breytingu á deiliskipulagi - 2401002

 

Erindi frá Ámunda Sjafnar Tómassyni, beiðni um breytingu á deiliskipulagi á lóð Veigahall 8.

 

Sveitarstjórn bendir á að byggingaráformin víkja frá skilmálum gildandi deiliskipulags að verulegu leyti og synjar því erindinu.

 

   

5.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir - 2105001

 

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - ósk um umræðu um endurskoðun skipulags
Ákveðið hefur verið að taka umræðu um framtíð og endurskoðun svæðisskipulagsins á nýju ári. Mælst er til þess að umræða sé tekin í öllum sveitarstjórnum svo fyrir liggi afstaða sveitarstjórna þegar fulltrúar nenfdarinnar mæta til fundar.
Horfa þarf til þess hvort svæðisskipulagið eigi að taka til alls svæðis SSNE og hvaða kafla skipulagsins skuli endurskoða, taka út eða bæta við.

 

Málinu frestað til næsta fundar.

 

   

6.

Endurskoðun á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2024 - 2210006

 

Tekið til umfjöllunnar uppfærð skipulagslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps, unnin af Landslagi.

 

Málinu frestað til næsta fundar.

 

   

7.

Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 2209009

 

Þingeyjarsveit - umsagnarbeiðni um Aðalskipulag Þingeyjarsveitar nr. 0881 2023.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.

 

   

8.

Skógræktar- og útivistarsvæði í Vaðlaskógi - 2401003

 

Erindi frá JURIS f.h. landeigenda Vaðlareits Veigastaðalands.

 

Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.

 

   

9.

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020

 

Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2024.

 

Endurskoðuð Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2024 lögð fram til samþykktar.

Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaða húsnæðisáætlun.

 

   

10.

Húsnæðismál skóla í Svalbarðsstrandarhreppi - 2306011

 

Umræður um framtíðar skólahúsnæði Svalbarðsstrandarhrepps, farið yfir fyrstu tillögur frá VA Arkitektum.

 

Fyrstu tillögur lagðar fram til kynningar og óskað eftir að VA Arkitektar kynni tillögurnar fyrir sveitarstjórn.

 

   

11.

Erindi frá SSNE - 2311008

 

Lögð fram drög að samningi milli Mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaganna við Eyjafjörð um fyrirhugaða viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hlutur Svalbarðsstrandarhrepps í samningnum er 0,730%

 

Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

   

12.

Minjasafnið á Akureyri þjónustusamningur - 2104001

 

Erindi frá Minjasafninu á Akureyri.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn þegar hann liggur fyrir.

 

   

13.

Erindi frá SSNE - 2311008

 

Erindi frá SSNE, styrkbeiðni frá Kvennaathvarfi.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið í samræmi við íbúafjölda sveitarfélagsins.

 

   

14.

Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga - 2001012

 

Boðun til XXXXIX. landsþings sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerðir SSNE nr. 58 og 59 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

16.

Fundargerðir HNE - 2208016

 

Fundargerð stjórnar HNE nr.233 ásamt skýrslu starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum, lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

17.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskrar sveitarfélaga nr. 940 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

18.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 65 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

19.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands nr. 284 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.