Sveitarstjórn

128. fundur 30. janúar 2024 kl. 14:00 - 15:15 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsson oddviti
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Inga Margrét Árnadóttir
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon
  • Vigfús Björnsson
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

Ómar Ívarsson frá Landslagi kom á fundinn undir lið 1.

1.

Endurskoðun á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps - 2210006

 

Mál er frestað var á 127. fundi sveitarstjórnar þann 16. janúar 2024. Tekið til umfjöllunnar skipulagslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps, unnið af Landslagi Ómar Ivarsson mætir á fundinn undir þessum lið.

 

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsingu fyrir endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps og vísar henni í kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010.

 

   

2.

Geldingsá lóð - umsókn um byggingu ferðaþjónustuhúss - 2308007

 

Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhús í landi Geldingsár, erindi tekið fyrir á 119. fundi sveitarstjórnar og vísað til vinnuhóps um rammahluta aðalskipulags.

 

Sveitarstjórn samþykkir byggingarreit fyrir eitt hús á lóðinni Geldingsá lóð (L172656) þar sem eldra hús stóð áður en áréttar að frekari uppbygging á lóðinni er háð deiliskipulagi og aðalskipulagsbreytingu sbr. afgreiðslu á 119. fundi 12. september 2023.

 

   

3.

Erindi til sveitarstjórnar sem varðar skipulagsmál í Sunnhlíð 3 - 2306014

 

ASK-uppdráttur frá Ómari hjá Landslagi vegna frístundabyggðar í Sunnuhlíð.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa skipulagstillögunni í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

4.

Umsögn um tækifærisleyfi - 1801004

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um veitingu á tækifærisleyfi þann 10. febrúar 2024 í Valsárskóla (þorrablót)

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrætt tækifærisleyfi verði veitt.

 

   

5.

Þjónustusamningur Björgunarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps - 2001003

 

Drög að þjónustusamningi við Björgunarsveitina Tý.

 

Sveitarstjórn samþykkir að endurnýja þjónustusamning við Björgunarsveitina Tý og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við björgunarsveitina.

 

   

6.

Áhaldahús Svalbarðseyrarvegur 6 - 2401004

 

Farið yfir verkáætlun vegna framkvæmda í áhaldahúsi að Svalbarðseyrarvegi 6.

 

Tómas Ingi Jónsson umsjónamaður fasteigna fór yfir stöðu framkvæmdaáætlunar í áhaldahúsi hreppsins.

 

   

7.

Hótel Natur - umsókn um byggingarreit vegna viðbyggingar - 2307001

 

Umsókn um stækkun á byggingarreit.

 

Sveitarstjórn samþykkir erindið. Sveitarstjórn telur að erindið varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda sjálfs og fellur því frá framkvæmd grenndarkynningar á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

8.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 293 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15.