Sveitarstjórn

129. fundur 14. febrúar 2024 kl. 13:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson formaður
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

María Aðalsteinsdóttir og Bryndís Hafþórsdóttir skólastjórar mættu á fundinn undir fundarlið 1.

1.

Húsnæðismál skóla í Svalbarðsstrandarhreppi - 2306011

 

Karl Magnús Karlsson frá VA Arkitektum kynnir tillögur að framtíðar skólahúsnæði Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Sveitarstjórn og skólastjórnendum voru kynntar tillögur að framtíðar skólahúsnæði Svalbarðsstrandarhrepps. VA arkitektum falið að vinna áfram að hönnun samkvæmt umræðum á fundinum.

 

   

2.

Hallland íbúðarbyggð ÍB-15 - deiliskipulag - 2402003

 

Deiliskipulagsbreyting sem tekur til lóðarinnar Hulduheima 11 og var samþykkt í sveitarstjórn 21. febrúar 2023

 

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Halllands sem felst í að byggingarreitur lóðarinnar Hulduheima 11 er stækkuð til norðurs og austurs. Tillagan hefur áður hlotið málsmeðferð samkv. 43.grein skipulagslaga, en hefur ekki verið auglýst í B-deild stjórnartíðinda. Erindinu fylgir breytingarblað unnið af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 2023-09-04.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

3.

Hallland íbúðarbyggð ÍB-15 áfangi 2 - Deiliskipulag - 2402002

 

Deiliskipulagsbreyting sem tekur til lóðanna Hulduheima 15 og 17 var samþykkt í sveitarstjórn 21. febrúar 2023

 

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Halllands sem felst í að byggingarreitur lóðarinnar Hulduheima 15 er stækkaður til norðurs og suðurs og byggingarreitur lóðarinnar Hulduheima 17 hliðrast til norðurs og vesturs auk þess sem heildar byggingarmagn á lóðinni Hulduheimum 17 er aukið. Tillagan hefur áður hlotið málsmeðferð samkv. 43.grein skipulagslaga, en hefur ekki verið auglýst í B-deild stjórnartíðinda. Erindinu fylgir breytingarblað unnið af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dags. 2023-09-04.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

4.

Kotabyggð - 2108009

 

Deiliskipulagsbreyting sem tekur til lóða í Kotabyggð og samþykktar voru af sveitarstjórn frá 2016-2023.

 

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kotabyggðar sem felst í að lóðum nr. 8, 13 og 15 er breytt í íbúðarlóðir auk þess sem lóðarmörkum lóða nr. 20, 21, 26 og 31 er breytt og byggingarreit á lóð nr. 16 breytt. Tillagan hefur áður hlotið málsmeðferð samkv. 43.grein skipulagslaga, en hefur ekki verið auglýst í B-deild stjórnartíðinda. Erindinu fylgir breytingarblað unnið af Guðmundi H. Gunnarssyni dags. 2024-01-14.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

5.

Erindi til sveitarstjórnar - 2402004

 

Fyrirspurn vegna lóðamarka Tjarnartúns 4a

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða frekar við málsaðila.

 

   

6.

Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga - 2402001

 

Erindi frá Innviðaráðuneyti, þjónusta í byggðum og byggðarlögum.

 

Erindi lagt fram. Sveitarstjórn telur að umrætt lagaákvæði eigi ekki við um Svalbarðsstrandarhrepp.

 

   

7.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 66 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

8.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013

 

Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 941 og 942 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

9.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 294 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013

 

Fundargerð stjórnar SSNE nr. 60 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.