Sveitarstjórn

138. fundur 27. ágúst 2024 kl. 14:00 - 16:00 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Gestur J. Jensson oddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Anna Karen Úlfarsdóttir
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Arnar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Kotabyggð 26 - beiðni um deiliskipulagsbreytingu - 2310002

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Smára Björnssyni sem fyrir hönd lóðarhafa Kotabyggðar 26 (L152954) óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina. Óskað er eftir því að fá að breyta lóðinni úr frístundalóð yfir í íbúðalóð. Þá er óskað eftir því að heimilt verði að skilgreina tvo byggingarreiti á lóðinni, annan fyrir gestahús en hinn fyrir íbúðarhús og yrði hámarksbyggingarmagn á þessum tveimur byggingarreitum 300 fermetrar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagsskilmálum Kotabyggðar í landi Veigastaða I má byggja eitt hús á íbúðarlóðum að hámarki 300 fermetra. Fyrir á lóðinni er 21,2 femetra sumarbústaður byggður 1975 og hefur lóðarhafi uppi áform um að lagfæra hann eða endurbyggja sem gestahús og bæta svo við íbúðarhúsi á lóðinni.

 

Með vísan til markmiðs um þróun Kotabyggðar úr frístundabyggð í íbúðarbyggð í kafla 4.4.2. greinargerðar gildandi aðalskipulags samþykkir sveitarstjórn að fram fari breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóðinni er breytt úr frístundalóð í íbúðalóð. Sveitarstjórn telur að ekki skuli skilgreina tvo byggingarreiti á lóðinni Kotabyggð 26 þar sem ekki eru fordæmi fyrir fleiri en einum byggingarreit í deiliskipulagi Kotabyggðar. Sveitarstjórn leggur til að skilgreindur verði einn byggingarreitur á lóðinni þar sem heimilt verði að byggja eitt íbúðarhús auk gestahúss allt að 30 m² þar sem samanlagt hámarksbyggingarmagn er 300 m². Jafnframt leggur sveitarstjórn til að breytingarblaðið sem fylgdi erindinu verði uppfært svo það sýni nýjustu breytingar á deiliskipulagi svo að skýrt komi fram að verið sé að breyta lóðinni Kotabyggð 26 úr frístundalóð í íbúðarlóð.

 

   

2.

Heiðarbyggð 25 L204849 - umsögn vegna byggingaráforma - 2408001

 

Faglausn ehf., fyrir hönd lóðarhafa Heiðarbyggðar 25 (L204849), óskar umsagnar sveitarstjórnar á fyrirhuguðum byggingaráformum á lóðinni og fylgir tillöguteikning unnin af Faglausn ehf., dags. 17.07.2024 erindinu. Samkvæmt tillöguteikningunni er ætlunin að byggja tveggja íbúða sumarhús á lóðinni, 61, 2 fermetrar að heildarstærð.

 

Afstaða sveitarstjórnar er sú að teikningar séu ekki í samræmi við deiliskipulagsskilmála, skipulag húss er þess eðlis að um er að ræða parhús en skv. deiliskipulagi skal aðeins reisa eitt frístundahús á lóðinni.

 

   

3.

Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin - 2006001

 

Deiliskipulagstillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Eyrarinnar á Svalbarðseyri var kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 milli 20. júní og 4. júlí sl. Átta erindi bárust á kynningartímabilinu sem eru nú til umfjöllunar sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt núgildandi deiliskipulagi Eyrarinnar sem öðlaðist gildi 29. nóvember 2013 er nú þegar heimild til rífa/fjarlægja hús á lóð nr. 117 (lóð 115 skv. gildandi deiliskipulagi, Svalbarðseyrarvegur 7a) og því er ekki verið að breyta deiliskipulaginu að því leyti. Sveitarstjórn leggur til að bætt verði við byggingarreit á lóð nr. 117 (Svalbarðseyrarvegi 7a, Breiðablik) á tillögu að deilskipulagsbreytingu fyrir Eyrina. Jafnframt bendir sveitarstjórn á að ekki verður farið í að fjarlægja eða rífa byggingar og aldursfriðuð hús án samráðs við eigendur og að fengnu leyfi Minjastofnunar. Sveitarstjórn felur skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.

 

   

4.

Ósk um styrktarsamning - 2408002

 

Erindi frá Ungmennasamband Eyjafjarðar, beiðni um stuðning frá Svalbarðsstrandarhreppi vegna reksturs ársins 2024 með því að framlengja þann samning sem gilti til árs loka 2023. Jafnframt óskar Ungmennasamband Eyjafjarðar að teknar verði upp viðræður um framtíðar samning.

 

Sveitarstjórn samþykkir styrktarbeiðni UMSE fyrir árið 2024 og styrkir sambandið um 190.000 kr. Jafnframt er sveitarstjóra falið að hefja viðræður við Ungmennasamband Eyjafjarðar um nýjan styrktarsamning.

 

   

5.

Frístundastyrkur - 2408005

 

Erindi frá Elísabet Ásgrímsdóttir & Sveinn H Steingrímsson.

 

Skilmálar frístundastyrks eru ákveðnir í fjárhagsáætlunargerð hvers árs þar sem farið er yfir aldursbil styrkþega og upphæð styrksins.

Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028.

 

   

6.

Fjárhagsáætlun 2025-2028 - 2408003

 

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2025-2028 og fyrsta tekjuáætlun vegna ársins 2025 birt.

 

Skrifstofustjóri fór yfir forsendur áætlunar, fyrstu drög af tekjuáætlun 2025 kynnt fyrir sveitarstjórn ásamt dagskrá fjárhagsáætlunarvinnu í haust.

 

   

7.

Fjárhagur 2024 - 2406005

 

Hálfsársuppgjör birt og farið yfir stöðu verkefni sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun 2024.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006

 

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingafulltrúa nr. 73, 74 og 75 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.

Fundargerð 73

Þórisstaðir 4 L233870 - Hótel Natur viðbygging - 2406000
Fanney Hauksdóttir í umboði Hótel Natur Akureyri ehf. kt. 680422-0280 Sunnuhlíð 606
Akureyri. sækir um byggingarleyfi vegna 402fm viðbyggingar við Hótel Natur á lóðinni
Þórisstaðir 4. Erindinu fylgja uppdrættir frá Fanney Hauksdóttur hjá AVH dags. 2024-05-
07.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdarskýrslu.

Bakkatún 12-14 - raðhús 2023 - 2309003
Sigurgeir Svavarsson ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir
nýbyggingu fjögurra íbúða raðhúss á lóðinni Bakkatún 12-14. Erindinu fylgja uppdrættir
frá Yngva Ragnari Kristjánssyni hjá Belkod dags. 2023-09-07.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 2024-06-14.

Fundargerð 74

Kotabyggð 49 L225572 - gestahús - vinnustofa - 2407001
Svetlana Beliaeva kt. 101267-2889, Vaðlabyggð 10, 606 Akureyri sækir um
byggingarleyfi vegna nýbyggingar 39,7 fermetra vinnustofu/gestahúss á lóðinni
Kotabyggð 49 (L225572) í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá
Rögnvaldi Snorrasyni, dags 6. maí 2024.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdarlista.

Þórisstaðir 4 L233870 - Hótel Natur viðbygging - 2406000
Fanney Hauksdóttir í umboði Hótel Natur Akureyri ehf. kt. 680422-0280 Sunnuhlíð 606
Akureyri. sækir um byggingarleyfi vegna 402fm viðbyggingar við Hótel Natur á lóðinni
Þórisstaðir 4. Erindinu fylgja uppdrættir frá Fanney Hauksdóttur hjá AVH dags. 2024-07-
04.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

9.

Fundargerðir HNE - 2208016

 

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandfs Eystra nr. 236 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

10.

Hafnarsamlag fundargerðir - 2202008

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

11.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2201013

 

Fundargerðir sambands Íslenskra sveitarfélaga nr. 949 og 950 lagðar fram til kynningar.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

12.

Fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 300 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.