Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Kotabyggð 1 L179464 - stofnun lóðar, óveruleg breyting á DSK - 2411009  | 
|
| 
 Erindi frá lóðareigendum Kotabyggðar 1, sótt er um að gera óverulega breytingu á skipulagi Kotabyggðar í landi Veigastaða I og stofna nýja lóð samkv. meðf. uppdrætti í norðaustur hluta lóðarinnar sem er nú 3.779 m². Þar er fyrirhugað að byggja 40-60 m² hús með aðkomu úr norðri. Rotþró verði staðsett við aðkomuna. Á Kotabyggð 1 hvílir kvöð varðandi skylduaðild lóðarhafa að rekstrarfélagi, sem mun einnig gilda fyrir fyrirhugaða lóð.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn bendir á að Landnotkunarreitur ÍB20 í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 er um 12,7 ha með hámarksþéttleika 3 íb/ha. Ekki er svigrúm í gildandi aðalskipulagi fyrir frekari þróun byggðar innan reitsins. Einnig telur Sveitarstjórn að byggingaráformin samrýmist ekki byggðarmynstri svæðisins.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Kotabyggð 7 L192784 - breytt skráning úr frístunda- yfir í íbúðahúsalóð - 2411007  | 
|
| 
 Erindi frá Viggó Benediktssyni fyrir hönd Höfðahús-íbúðaleigufélag ehf. 551105-0750, lóðarhafa Kotabyggðar 7, beiðni um breyting verði gerð á skilgreiningu lóðarinnar í deiliskipulagi á þá leið að lóðin verði íbúðarlóð í stað þess að vera frístundalóð eins og nú er á skráningu lóðar við Kotabyggð 7.  | 
||
| 
 Með vísan til markmiðs um þróun Kotabyggðar úr frístundabyggð í íbúðarbyggð í kafla 4.4.2. greinargerðar gildandi aðalskipulags samþykkir sveitarstjórn að fram fari breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn telur að unnt sé að falla frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku skipulagsbreytingarinnar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Leifshús sælureitur - 2306004  | 
|
| 
 Erindi frá Skipulagsstofnun. Lögð er fram, til umræðu umsögn Skipulagsstofnunar vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð.   | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda uppfærð gögn til Skipulagsstofnunar. Jafnframt felur sveitarstjórn skipulagshönnuði að hafa samráð við RARIK um helgunarsvæði fyrirhugaðs jarðstrengs innan skipulagssvæðisins og uppfæra deiliskipulagsuppdrátt í samræmi við það.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps - 1901020  | 
|
| 
 Erindi frá HMS, endurskoðun á húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Erindi Bjarmahlíð - 2404007  | 
|
| 
 Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, Bjarmahlíð framlag 2025.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að framlag Svalbarðsstrandarhrepps til Bjarmahlíðar verði kr. 200.000,- fyrir árið 2025.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Jólaaðstoð - styrktar beiðni frá góðgerðarsamtökum við Eyjafjörð - 1611017  | 
|
| 
 Erindi frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar, beiðni um styrk frá sveitarfélaginu vegna jólaaðstoðar á vegum sjóðsins.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að styrkja jólaaðstoðina um 300.000,- Fjárhæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Styrkumsókn vegna jólasöfnunar - 1407213  | 
|
| 
 Erindi frá Fjölskylduhjálp Íslands, beiðni um styrk.  | 
||
| 
 Erindi hafnað. Sveitarfélagi styrkir hliðstæða starfsemi á Norðurlandi.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 8.  | 
 Samningur um barnaverndarþjónustu - 2303001  | 
|
| 
 Erindi frá Akureyrarbæ, samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra, seinni umræða.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning ásamt viðauka, sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 9.  | 
 Norðurorka almenn mál - 2202011  | 
|
| 
 Erindi frá Norðurorku, vegna verðskrárbreytinga sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2025.  | 
||
| 
 Lagt fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 10.  | 
 Íslenska æskulýðsrannsóknin - 2411008  | 
|
| 
 Erindi frá skólastjóra Valsárskóla, María Aðalsteinsdóttir skólastjóri kynnir niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 11.  | 
 Viðaukar 2024 - 2404012  | 
|
| 
 Viðauki III við fjárhagsáætlun 2024-2027, lagður fram til samþykkktar.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir viðauka 03 við fjárhagsáætlun ársins 2024 sem gerir ráð fyrir að að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 97.437 þús kr. og handbært fé í árslok verði 45.836 þús.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 12.  | 
 Fjárhagsáætlun 2025-2028 - 2408003  | 
|
| 
 Seinni umræða fjárhagsáætlunar 2025-2028  | 
||
| 
 Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 með áorðnum breytingum á milli umræðna, ásamt ýmsum fylgigögnum lögð fram til samþykktar.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 18.  | 
 Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 38 - 2411002F  | 
|
| 
 Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 13.  | 
 Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - 2203006  | 
|
| 
 Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 83 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 14.  | 
 Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2201013  | 
|
| 
 Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 955, 956, 957 og 958 lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerðir lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 15.  | 
 Héraðsskjalasafn ársskýrsla - 1912010  | 
|
| 
 Erindi frá Héraðsskjalasafni á Akureyri.Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins á Akureyri 2023, lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Erindi lagt fram.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 16.  | 
 Aðal- og stjórnarfundir SBE - 2004009  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar SBE, dags.28.11.2024 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 17.  | 
 Fundargerðir stjórnar SSNE - 2208013  | 
|
| 
 Fundargerðir stjórnar SSNE nr. 67 og 68 lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerðir lagðar fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.