Sveitarstjórn

155. fundur 12. ágúst 2025 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfasdóttir oddviti
  • Gestur J. Jensson
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Ólafur Rúnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
  • Arnar Ólafsson byggingar- og skipulagsfulltrúi SBE
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri

1.

Meyjarhóll land - Merkjalýsing - S2508005

 

Merkjalýsing lögð fram til staðfestingar.

 

Sveitarstjórn staðfestir merkjalýsingu sem gerð hefur verið vegna lóðarinnar Meyjarhóll land, F2338937, L152913

 

   

2.

Meyjarhóll land L152914 og Meyjarhóll land L152916 - merkjalýsing M002196 - S2506001

 

Merkjalýsing lögð fram til staðfestingar.

 

Sveitarstjórn staðfestir merkjalýsingu sem gerð hefur verið vegna lóðanna Meyjarhóll land F2160294 og Meyjarhóll land F2160297. Einnig staðfestir sveitarstjórn nafnabreytingu fyrir Meyjarhóll land F2160297 í Foss.

 

   

Atli Sveinbjörnsson skipulagsráðgjafi mætti á fundinn undir næsta lið.

3.

Endurskoðun á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2022 - S2210006

 

Kynning á vinnslutillögu Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps lauk 20. júní síðastliðinn. Farið yfir þær athugasemdir sem bárust á kynningartímabilinu.

 

Alls bárust umsagnir frá níu umsagnaraðilum á kynningartímabilinu. Sveitarstjórn felur ráðgjafa að uppfæra tillöguna í takt við umræður á fundinum um innsendar athugasemdir.

Sveitarstjórn samþykkir uppfærða tillögu í samræmi við umræður á fundinum og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mrg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldinu auglýsa hana skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

4.

Bakkatún 47 - Umsókn um breytingu á byggingareit - S2508001

 

Fyrispurn lóðareiganda sem óskar eftir breytingur á byggingareit lóðarinnar Bakkatún 47.

 

Beiðni lóðarhafa er tvíþætt. Annars vegar liggur fyrir beiðni um snúning byggingarreits og hins vegar breytingu byggingarreits.

Sveitarstjórn hafnar fyrra erindi lóðarhafa um snúning á byggingarreit lóðarinnar. Skipulag byggingarreita á þessum kafla miðast við að snúa langhliðum húsanna í átt að stefnu hæðarlína til þess að þau liggi betur í landi og taki betur upp hæðarmun en ef þau lægju hornrétt á brekkuna. Einnig er langhliðum snúið mót útsýni og suð-vestursól. Gaflar húsanna munu ekki standast á, sem mildar þéttleika svæðisins.

Sveitarstjórn samþykkir seinna erindi lóðarhafa um breytingu byggingareitsins. Sveitarstjórn telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

5.

Bakkatún 28 og 30 - Umsókn um byggingu 6-8 íbúða raðhús - S2508003

 

Fyrirspurn lóðareiganda að breyttu skipulagi lóðanna í Bakkatúni 28 og Bakkatúni 30.

 

Sveitarstjórn frestar erindinu.

 

   

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir næsta lið

6.

Fyrirspurn um breytta aðkomu að Marbakka - Svalbó - 2507004

 

Erindi frá Rúnari Arasyni, fyrirspurn um mögulega vegtenginu að Marbakka í gegnum Sólheimaveg.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið með tillit til bætts umferðaröryggis á Þjóðvegi 83 (Grenivíkurvegi).

 

   

Anna Karen Úlfarsdóttir vék af fundi undir næsta lið

7.

Fjón L238017 - beiðni um vegtengingu - S2507001

 

Erindi frá Rúnari Arasyni landeiganda Fjóns með tillögu að nýrri vegtenginu inn á íbúðarsvæðið í Sólbergi.

 

Sveitarstjórn telur fyrirliggjandi gögn ekki fullnægjandi til að taka afstöðu til málsins en beinir því jafnframt til framkvæmdaraðila að leita til umsagnar Vegagerðarinnar áður en haldið er í frekari hönnun vegarins.

 

   

8.

Lækjartún 8 - S2508006

 

Eyþór Möller Árnason kt. 030892-2839 sækir um að fá úthlutað lóðinni Lækjartún 8 L239174.

 

Sveitarstjórn samþykkir að útdeila lóðinni Lækjartúni 8 F253-7960 til Eyþórs Möller Árnasonar kt. 030892-2839.

 

   

9.

Fjárhagsáætlun 2026-2029 - S2508004

 

Dagskrá vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029 lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

Fasteignamat 2026 - S2506008

 

Fasteignamat 2026 frá HMS lagt fram til kynningar.

 

Fasteignamat 2026 lagt fram til kynningar.

 

   

11.

Viðaukar 2025 - S2503008

 

Tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2025 lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Vegna gatnagerðar á Svalbarðseyri.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka 03 við fjárhagsáætlun 2025 sem gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð sem nemur 69.567.655 kr. og handbært fé í árslok 2025 verði 56.062.655 kr.

 

   

12.

Safnasafnið - S2106001

 

Erindi frá Safnasafninu.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

13.

Loftslagsstefna Norðurlands eystra - S2507004

 

Erindi frá SSNE, skipan í starfshóp fyrir Loftslagsstefnu Norðurlands eystra.

 

Sveitarstjórn tilnefnir formann atvinnu- og umhverfisnefndar Bjarna Þór Guðmundsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í vinnu við mótun sameiginlegrar loftslagsstefnu fyrir sveitarfélögin á starfssvæði SSNE og Fannar Freyr Magnússon varafulltrúa.

 

   

14.

Vinnustofa um lögheimilisskráningu, haldin 11. sept. 2025. - S2507005

 

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vinnustofa um lögheimilisskráningu, haldin 11. sept. 2025.

 

Erindi lagt fram, sveitarstjóri og skrifstofustjóri munu sækja vinnustofuna.

 

   

15.

Beiðni um rekstrarstyrk til Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur. - S2507006

 

Erindi frá Þúfunni áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið meðferð vegna vímuefnaröskunar. Beiðni um rekstrarstyrk.

 

Svitarstjórn hafnar erindinu.

 

   

16.

Húnavallaleið og Vindheimaleið - S2508002

 

Erindi frá Samgöngufélaginu Engjavegi 29, 400 Ísafirði. Varðandi tillögu að gerð vega svonefnda Húnavallaleið og Vindheimaleið í aðalskipulagi sveitarfélaganna sem nú er í vinnslu og umfjöllun um hana.

 

Erindi lagt fram til kynningar.

 

   

17.

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2026 Fundargerðir - S2105001

 

Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar nr 17. lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.