Dagskrá:
| 
 1.  | 
 Vaðlaborgir A - frístundabyggð - beiðni um breytingu á deilskipulagi - S2505012  | 
|
| 
 Erindi frá Landslagi f.h. landeigenda Árvegs ehf. hefur sent inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vaðlaborgir A sem felst í því að bæta við 5 lóðum fyrir frístundahús inni í skógarlundinum ofan núverandi lóða en fella út 4 óbyggðar lóðir efst á skipulagssvæðinu.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn frestar málinu og felur skipulagsfulltrúa að funda með landeigendum.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 2.  | 
 Bakkatún 46 - breyting á deiliskipulagi - S2503005  | 
|
| 
 Erindi er frestað var á 153. fundi þann 24. júní sl. óskað er eftir fjölgun íbúða á lóð í Bakkatúni 46.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og óskar eftir deiliskipulagsuppdrætti af breytingunum.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 3.  | 
 Aðal- og deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin - S2006001  | 
|
| 
 Tekin fyrir að nýju breyting á deiliskipulagi Eyrarinnar, Svalbarðseyri. Erindið var síðast á dagskrá sveitarstjórnar þann 19. nóvember s.l. þar sem bókað var að deiliskipulagstillagan skuli samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins. Þann 29. janúar s.l. bárust athugasemdir Skipulagsstofnunar við auglýsta tillögu þar sem farið var fram á breytingar á tillögunni og Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020. Viðkomandi Breyting á aðalskipulagi hefur nú verið samþykkt og lagfæringar verið gerðar á deiliskipulagi í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir breytta tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 4.  | 
 Bakkatún 45 - S2508010  | 
|
| 
 Erindir frá Raffaele Marino kt:230462-3219 og Olha Mud kt:130964-2499, sækja um að fá úthlutað lóðinni Bakkatúni 45.  | 
||
| 
 Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni Bakkatúni 45 til Raffaele Marino kt:230462-3219 og Olha Mud kt:130964-2499.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 5.  | 
 Þjónustusamningur um málefni fatlaðra - S2508009  | 
|
| 
 Með vísan til samnings Akureyrarbæjar, Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgárbyggðar og Svalbarðsstrandarhrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk skulu sveitarfélögin, önnur en Akureyri, tilnefna sameiginlega einn áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt á fundum velferðarráðs Akureyrarbæjar þegar til umræðu eru málefni fyrrnefnds samstarfssamnings. Þegar fyrir liggur að á dagskrá velferðarráðs Akureyrarbæjar er málefni samstarfsverkefnisins um þjónustu við fatlað fólk, þá skal áheyrnarfulltrúi aðildarsveitarfélaganna fá boð um fund á viðeigandi dagskrálið.   | 
||
| 
 Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara með málefni sveitarfélagsins er varðar áheyrnafulltrúa í velferðarráði Akureyrarbæjar og að koma á, í samstarfi við samstarfssveitarfélögin, föstu skipulagi á tilnefningu hins sameiginlega áheyrnafulltrúa hverju sinni.   | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 6.  | 
 Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - S2203006  | 
|
| 
 Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 97 og 98 lagðar fram til kynningar.Eftirfarandi mál tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.   | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
| 
 7.  | 
 Fundargerðir Hafnasamlags Norðurlands 2021 - S2102019  | 
|
| 
 Fundargerð stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands nr. 299 lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 Fundargerð lögð fram til kynningar.  | 
||
| 
 
  | 
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.