Sveitarstjórn

157. fundur 09. september 2025 kl. 14:00 - 14:45 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Anna Karen Úlfarsdóttir oddviti
  • Bjarni Þór Guðmundsson
  • Hanna Sigurjónsdóttir
  • Árný Þóra Ágústsdóttir
  • Sigurður Halldórsson
Starfsmenn
  • Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1.

Fjárhagsáætlun 2026-2029 - S2508004

 

Fjárhagsáætlun - 2026

Tekjuáætlun og launaáætlun lögð fyrir sveitarstjórn til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

Erindi vegna sjókvíaeldis - S2509003

 

Erindi frá Sunn samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, vegna fyrirhugaðs burðarþolsmats í Eyjafirði og mögulegrar sjókvíeldisstarfsemi.

 

Sveitarstjórn ítrekar andstöðu sína við sjókvíaeldi í innverðum Eyjafirði og telur því ekki þörf á burðarþolsmati í Eyjafirði.

 

   

3.

Ósk um fjárframlag - S2509002

 

Erindi frá Stígamótum, beiðni um fjárstuðning um fjárframlag til starfsseminnar á árinu 2026.

 

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

   

4.

Styrktarbeiðni - S2509004

 

Erindi frá Félagi fósturforeldra, beiðni um fjárstuðning fyrir árinu 2026.

 

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

   

5.

Gróðurreitur útivistarsvæði - S2509005

 

Erindi frá sveitarstjóra, kostnaðaráætlun fyrir grillhúsi og aparólu neðan gróðurreits.

 

Sveitarstjórn samþykkir kostnaðaráætlun og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.

 

   

6.

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa - S2203006

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 99 lög'' fram til kynningar.
Eftirfarandi mál tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.

Bakkatún 47 - Umsókn um byggingarleyfi - S2506017
Erindi dagsett 21.07.2025 þar sem Páll Heimir Pálsson sækir um byggingaráform og
byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni Bakkatún 47, Svalbarðsstrandarhreppi.
Erindinu fylgja uppdrættir frá Sigurði H. Ólafssyni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.
Sigluvík lóð - Umsókn um byggingarheimild - S2507001_2
Erindi dagsett 08.07.2025 þar sem Kolbrún Jónsdóttir sækir um byggingaráform og
byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundarhús á lóðinni Sigluvík lóð,
Svalbarðsstrandahreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

7.

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - S2201013

 

Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 983 lögð fram til kynningar.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

   

8.

Trúnaðarmál - S2509006

 

Tekið fyrir með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna.

Bókun skráð í trúnaðarbók.